![]() |
||||
22 apríl 2007
Fór að versla í dag, ætlaði sko bara að kaupa það sem mig vantaði og það tókst alveg...næstum því. Sléttujárn bættist óvænt við á listann í morgun, mitt kæra sléttujárn hefur greinilega gefið upp öndina þegar ég reyndi að nota það í Bandaríkjunum eða eitthvað, keypti eitthvad Remington sléttujárn sem búðarkallinn mælti með, þegar ég kom heim og fór að opna það - haha, það fylgir dvd diskur með leiðbeiningum um hvernig á að gera krullur, súperslétt og hitt og þetta ;) ammrískt! Svo keypti ég bara það sem mig vantaði, plús eina skó *roðn*... en hei, maður á aldrei of mikið af skóm! Mig er bara búið að langa í svona skó svoooo lengi og þeir bara blöstu við mér í búðinni og grátbáðu mig um að kaupa sig... og ég kann ekki að segja nei, ekki einu sinni við sjálfa mig! Þetta eru hvítir Chuckarar (Converse Chuck Taylor's), gasalega sætir :) Konan í búðinni vildi endilega selja mér eitthvað sprey sem á að verja þá gegn drullu, af því að þeir væru nú hvítir... Ég hélt nú að mig vantaði ekki svoleiðis, ég meina, eiga chuckarar ekki að vera soldið drullugir?! Allavega finnst mér það... Berglind @ 00:48
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |