![]() |
||||
26 apríl 2007
Það er hætt að rigna! og komið sumar! Hitinn stökk upp í 15 gráðurnar, sama dag og ég fékk pakkann með lopapeysunni minni, sem ég gleymdi heima... Stundum finnst mér eins og guðirnir hlæji að mér... Í dag tóku tré bæjarins upp á því að blómstra (ef það má segja svoleiðis um tré, annars bara getiði notað það orð sem þið viljið). Veit ekki hvort ég hafi bara ekki tekið eftir því í rigningunni en skyndilega er bara allt orðið yfirþyrmandi grænt! og þá tekur maður líka eftir því hvað er hrikalega mikið af gróðri hér... Þegar ég var í Washington var ég ákaflega hrifin af cherry blossom trjánum, held að þau heiti kirsuberjatré á íslensku, og tók ófáar myndir af þeim (myndir sem kannski verða birtar þegar ég kem heim í sumarfrí, því ég gleymdi usb-snúrunni heima). Í dag komst ég svo að því að hér eru bara æði mörg kirsuberjatré... Þannig að ég er búin að vera váandi í allan dag :) Spilaði líka á píanóseminar í dag. Klúðraði mig einhvern veginn í gegnum það. Nei, held að það hafi gengið, allavega hef ég spilað lagið verr ;) Svo fór ég að kenna, nú held ég að ég geti með vissu sagt að ég sé búin að læra nöfnin á öllum nemendunum mínum. Þau tvö síðustu komu í dag, tvær stelpur sem ég vissi alveg hvað hétu, bara ekki hvor hét hvað... En nú er ég búin að læra það :) Sko mína, og alveg mánuður eftir af skólaárinu! :) Berglind @ 23:02
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |