20 mars 2007

Vá, það skoðar einhver virkilega þessa síðu!! Kom mér hálfpartinn á óvart, hélt eiginlega að ég væri sú eina sem læsi bloggið mitt þar sem komment eru af svakalega skornum skammti...hmmm, ha, hmmm, fólk!!

Annars hef ég það bara fínt, hef enga afsökun fyrir bloggleysi, annaðhvort hef ég bara ekkert haft um að skrifa, eða þá að blogger finnst kvalítetið á skrifum mínum ekki nógu gott (held að hann sé farinn að vera með eitthvað attitjúd) og svo þegar ég reyni að setja inn myndir í staðinn fyrir skrif, þá neitar internettengingin að vinna vinnuna sína...

Annars er ég búin að vera voðalega dugleg í dag... Byrjaði á því að fara í skólann í morgun. Svo fór ég til Kvadrat og verslaði úlpu á Ólíver Dór. Svo þegar ég kom heim, byrjaði ég á því að hjóla niðrá pósthús að ná í pakka sem ég átti þar. Svo hjólaði ég í ICA (búðina) og keypti í matinn. Ákvað þar að hafa pizzu í matinn og þar sem ég var ekki búin að skrifa niður það sem mig vantaði, þá gleymdi ég auðvitað að kaupa hveiti. Fattaði það þegar ég kom heim.
Svo að ég ákvað að fara í smá göngutúr, þar sem veðrið var svo svakalega gott, alveg ekta vorveður, næstum því hægt að vera á peysunni! Labbaði í Rema 1000 og svo heim aftur. Þegar ég opnaði pokann, sá ég að ég hafði keypt eitthvað ferlega skrítið hveiti, það var blandað með einhverju klíði og höfrum og svoleiðis sulli.
Þegar þarna var komið, var mig farið að langa svo ferlega í pizzu að ég ákvað að hjóla niðrí Coop og kaupa hveiti. Sem ég gerði. Svo kom ég heim, tókst að baka pizzuna og hún var bara kjempegóð :)
Og svona til að minna fólk á, þá erum við að tala um að allt liggur niðurávið heiman frá mér, svo að allt liggur uppávið á leiðinni heim...
En ég heimsótti allar búðirnar í hverfinu á einum degi ;)


Berglind @ 22:30
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan