28 mars 2007

Ég vildi geta sagst hafa verið á fullu í allan dag við að taka til og þrífa íbúðina, svo að nýja Therese bakki ekki út þegar hún flytur inn á morgun (nb, vel ýkt, íbúðin er ekki svo skítug!)... Eða að ég hafi verið sveitt niðrí skóla að æfa mig, því ekki býst ég við að ég fái að gera mikið af því á Best Western hótelinu í DC um páskana...
En neinei, ekkert af þessu er satt. Veðrið hér er víst að slá öll met, það er svo gott og hef ég enga þolinmæði til að sitja inni...

Ég fór á ströndina við Mariero á mánudaginn, hjólaði yfir Ullandhauginn, niður bröttustu brekku sem ég hef á ævi minni séð og fann þessa líka frábæru strönd. Á sko eftir að heimsækja hana oftar!
Í gær ætlaði ég að fara heim eftir skóla og taka til, en meikaði bara fyrri strætóinn og settist aðeins niður í augnablik við Breiavatnet. Þetta augnablik varði í tvo og hálfan tíma.
Í dag fór ég svo á ströndina í Madlamark, hún var ágæt, ekki alveg eins fín og þessi við Mariero, en ágæt...
Verð að viðurkenna að mér líkar það afskaplega vel að búa þar sem eru alvöru strendur og hef ég sett mér það takmark að fara á allar strandirnar hér í Stavanger, sem eru alveg þónokkrar...

Ég held að ég sé að verða stressuð fyrir USA ferðina, sem mér finnst hálfhlægilegt, þar sem ég hef stigið 10-15 sinnum á ári upp í flugvélar þessi síðustu ár...
Vaknaði með hjartað í náttbuxunum í nótt, eftir að mig dreymdi að ég væri komin til Washington, en fattaði um kortéri áður en við áttum að fara að spila að ég hefði gleymt að taka klarinettið með í ferðina (ekki svo fáránlegt, því ég gleymi öllu allsstaðar). Svo var ég farin að leita í nærliggjandi húsum að klarinetti sem ég gæti fengið lánað (sem er aftur á móti fáránlegt) og einhverra hluta vegna var Elfur, dóttir túbuleikara og barítónleikara úr lúðrasveitinni, að hjálpa mér... Ég er nú ekki alveg að skilja hvernig hún komst inn í drauminn, því ég hef kannski hitt hana tvisvar...
Þegar ég var búin að jafna mig aðeins og hlægja pínulítið að þessu rugli, þá fattaði ég að ég var alveg búin að steingleyma að redda mér búning...
Svo að...það sem hægt er að læra af þessum draumi er að maður getur aldrei vitað fyrirfram hvenær spænski rannsóknarrétturinn kemur í heimsókn...!

Svo að lokum...smá fyrir uppáhalds leikfélagið mitt (Ðí væling akters):
Til nýjasta vælings:
Bíddubíddubíddu, ertu virkilega að ýja að því að ég sé ekki ein af fallega fólkinu?! Nújæja, ég ætti þá kannski að hætta að bíða eftir símtalinu frá Miss Norge...
En í alvörunni...jah, eins mikilli alvöru og ég hef í mér... Sorrý, ef ég hef hitt á viðkvæma sál í þér, var ekki að setja neitt út á þig sem persónu eða neitt, þetta með stór kona var eingöngu til að gera fólki kleift að sjá betur fyrir sér myndina af búningnum, þú verður að viðurkenna að það er heilmikill munur á 50 kílóa stelpu í hjólabuxum og topp eða 150 kílóa stelpu í sömu fötum (og nú er ég ekki að segja að þú sért 150 kíló, bara leggja áherslu á það sem ég vil meina)
Og gaman að sjá loksins einhvern skjóta til baka, var farin að bíða soldið eftir því... En þar er kannski munurinn á mér og þér, að ég myndi ekki fyrir mitt litla líf láta nokkurn mann sjá mig í svona klæðnaði...svo ógurlega óver mæ ded boddí, sko!
Þetta með athyglissýkina og að hégóma og egóisma vanti í sönginn eru tveir mismunandi punktar, alveg eins og hægri og vinstri. Að mínu mati er Heródes alveg gasalega hégómlegur og égummigfrámértilmín-gaur en ég fann ekki fyrir snefil af þessu í söngnum þínum. Þar kemur athyglissýkin ekkert málinu við, snýst kannski meira um sönghæfileika?!
Og elskan mín, glerhúsið mitt er sko löngu hrunið... Steinar?! Flying everywhere...! Só djöst kíp it kommin!

En ég verð að viðurkenna að það borgar sig greinilega ekki alltaf að segja það sem maður meinar...því ógavöð, hvað það getur verið mikið vesen að svara endalaust vælinu sem maður fær til baka...


Berglind @ 18:36
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan