![]() |
||||
04 mars 2007
Ég eyddi kvöldinu með Jesú, Júdas og Maríu Magdalenu... Það var nú ekki eins ánægjulegt og ætla mætti...kannski vegna þess hvernig svipuhögg, hengingar og krossfestingar spiluðu soldið stóran þátt?! Leikfélagið í Hveragerði er réðst nefnilega í það (alltof) stóra verkefni, að setja upp rokkóperuna Jesus Christ Superstar í tilefni af stórafmæli félagsins...man samt ekki alveg hvað það er gamalt, en örugglega ekki eldra en 60... Ég passaði mig að fara með væntingarnar fyrir neðan núllið og varð ekkert fyrir vonbrigðum þannig séð, hljómsveitin var td æðislega góð :) Mér fannst líka sérstaklega gaman að sjá lærisveinana tíu við síðustu kvöldmáltíðina... það var skemmtilegt tvist ;) Það var þó eitt smáatriði sem virðist hafa gleymst við hlutverkavalið... Þegar maður setur upp óperu, skiptir jú mestu máli að hafa fólk sem getur sungið í stóru hlutverkunum. Eins og með þann sem syngur Jesús, það er ekki nóg að Jesús geti haldið lagi, hann verður að geta náð fokkings háu tónunum! Alveg eins og María Magdalena þarf að hafa súpergóða og undurfallega rödd, það er ekki nóg að hafa sæta stelpu, sem er óhrædd við að leika og söng eitthvað í kór í barnaskólanum. María þarf að hafa virkilega, virkilega góða sólórödd... En hljómsveitin var æði...! Berglind @ 23:42
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |