25 mars 2007

Það er svo erfitt að koma sér inn í æfingaherbergi þessa dagana... Alla síðustu viku er búið að vera svona ekta vorveður, það hefur verið heiðskírt eiginlega allan tímann, hægt að telja á fingrum annarar handar skiptin sem hefur þykknað upp og rignt... Annars hefur sólin bara skinið og alveg hægt að vera úti á peysunni. Það er á svona dögum sem mér finnst svo erfitt að koma mér inn að æfa mig, vil helst bara vera úti og láta sólina skína á náhvítt andlitið...
Það er eins og íbúar Stavanger hafi vaknað úr vetrardvala. Miðbærinn er fullur af fólki á röltinu, litla skeitsvæðið sem strætóinn minn keyrir framhjá, er fullt af krökkum á hjólabrettum og línuskautum og annarhver bíll er annaðhvort með bát í eftirdragi eða brimbretti á þakinu. Mikið öfunda ég fólk sem kann á brimbretti, það er bara mest töff!

Annars er fátt í fréttum, bara nokkrir dagar þar til ég kem heim, jah, til Íslands allavega... ég held áfram til Ammríku á þriðjudeginum... Er vægast sagt farið að hlakka til :) Veit núna alveg þónokkuð meira en áður um ferðina, veit að við gistum á hóteli, sem er með ókeypis nettengingu (úje!) og að við borðum kvöldmat á einhverjum bát. Svo eigum við að spila á Cherry Blosssom Festival (love the name, eitthvað svo ferlega væmið ;). Svo er alveg gott veður þarna í DC (sem er jú það mikilvægasta). Alveg líkur á 20 stiga hita samkvæmt meðaltölum...!

...og svo get ég nú ekki bloggað án þess að minnast á JSC, þar sem fólk virðist keppast hvort við annað að afsaka sig hér til hliðar (ég meina, maður afsakar sig ekki við gagnrýnandann!!!) Fyrst fannst mér þetta alveg gasalega gaman, sérstaklega þegar Óttar kallaði mig og einhvern gaur hálfvita fyrir að vilja ekki viðurkenna Maríu sem staðgengil lærisveins (seríöslí, epli getur ekki verið appelsína!) Skemmti mér svo vel fyrst um sinn að ég var alveg komin á það að verða bara gagnrýnandi þegar ég yrði stór...en það varði ekki lengi...Ef gagnrýnendur þurfa að standa í því að hlusta á svona margar afsakanir eftir hverja gagnrýni, þá bara ómægod! Býst fastlega við móðgunum næst, sé alveg fyrir mér “þú getur nú bara trútt um talað, ekki sér maður þig standa á sviðinu að syngja” eða “bíddu bara, ég skal koma á tónleika hjá þér og skrifa niður allt sem fer úrskeiðis og blogga svo um það”...
Toppurinn var þó þetta með reykvélina –fyrirgefið, misturvélina– ég ætla sko alltaf að nota þessa afsökun...
Einhver: “Berglind, þú ert sein.”
Berglind: “Sorrý, það var allt reykvélinni að kenna.”

E: “Berglind, þú verður að spila meira staccato.”
B: “Fyrirgefðu, reykvélin var að spilla fyrir mér”

E: “Berglind, ertu ekki búin að lesa fyrir tímann?!”
B: “Nei...reykvélin, skiluru...”

Já, svo er ný stelpa að flytja inn á fimmtudaginn. Hún heitir Therese. Alveg eins og Therese, sem flutti út. Ég er ekki búin að hitta hana, en hún kom að ná í lykilinn í dag og skildi eftir miða. Við hliðina á miðanum frá gömlu Therese. Þær skrifa alveg eins. Kannski er nýja Therese bara gamla Therese...


Berglind @ 23:00
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan