29 mars 2007

Það er ekkert lát á góða veðrinu... það virðist meira segja ætla að fylgja mér heim...úje!

Var niðrí bæ í svona last minit sjopping og settist svo aðeins á bekk við vatnið með ís og bók. Var búin að lesa í nokkra stund þegar allt í einu eitthvað splassaðist á hendina á mér. Haldiði ekki að fugl hafi gert sér lítið fyrir og fokkings skitið á hendina á mér!!
Ég flýtti mér eins og ég gat inn á rútubílastöðina til að þvo á mér hendina, hálfhljóp með hendina út í loftið og tautandi oj...oj...oj...oj alveg eins og einhver geðsjúklingur... En ég meina, halló, hvernig fer fugl að því að hitta líka svona geðveikt vel á baugfingurinn á mér?!
Eftirá, samt, þakkaði ég eiginlega fyrir að hann skeit þó einhvers staðar sem ég gat þrifið kúkinn af strax, en ekki á fötin mín, töskuna, já eða bókina frá bókasafninu... Hefði verið ansi skömmustuleg hefði ég þurft að skila bókinni með risakúkaklessu á blaðsíðu 36...

Svo er nýja Therese flutt inn. Hún kom í dag. Við eyddum kvöldinu í pakkningar, ég pakkaði niður og hún pakkaði upp. Mér líst bara ágætlega á hana, hún er í háskólanum að læra...tadaraddaraaa...hjúkrun! (fyrir óvitra, þá eru bæði Anita og gamla Therese hjúkkur)

En já, ég er semsagt eiginlega búin að pakka niður, á bara eftir að setja fötin sem eru að þorna og dótið sem ég þarf að nota í fyrramálið ofan í tösku og þá get ég lagt af stað. Held virkilega að ég sé ekki að gleyma neinu, skrifaði lista og allt!

En farin að sofa...ætla að reyna að vakna snemma svo ég geti farið snemma niðrí bæ og setið aðeins í sólinni áður en ég þarf að fara á flugvöllinn :) Sí jú leiter, alígeiter :)


Berglind @ 22:39
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan