![]() |
||||
09 febrúar 2007
Nú er flensan komin til Stavanger, síðasta vika hefur verið afar kósí, þar sem um helmingur nemenda hefur verið að mæta í skólann... Ég var nú samt viss um að ég hefði tekið út allan lasleika, fyrir næstu þrjú árin allavega, þarna um daginn... Þess vegna var ég frekar svekkt þegar ég vaknaði í morgun (kl 7.40, án vekjaraklukku! síminn lá dauður á skrifborðinu) og hóstaði eins og mér væri borgað fyrir það... Fór samt í skólann, enda fyrsti tónlistarsögutími annarinnar í dag, eini "fyrsti tíminn" sem ég hef getað mætt í á þessari önn... Við erum búin að fá nýjan kennara, Olaf Eggestad, sem ekki bara mundi nafnið mitt, heldur bar það fram rétt, með d-inu og öllu og sagði svo eftirnafnið mitt líka!! Rokkstig fyrir það! Aðrir kennarar kalla mig bara Berglind, (eða Berglin/Bergling/Berglinde, nokkrar útgáfur...) og láta svo eins og ég hafi ekkert eftirnafn ;) Ég fann fljótlega út að þessir tímar verða áskorun, Olaf er þessi kennaratýpa sem bara talar og talar, kryddar ræðurnar smávegis með því að skjóta random spurningum á fólk og skrifar algerlega óskiljanlega á töfluna... Þannig að það má búast við því að áramótaheitið mitt verði notað til hins ýtrasta á föstudagsmorgnum milli níu og hálftólf... (sagt með innlifun á nýársdag: " Ég ætla að taka betur eftir á þessu ári!") Fór beint heim eftir tímann, því ég var komin með beinverki og hausverk og var svo kalt að ég hélt virkilega að mér myndi ekkert hitna aftur (og það tók sko alveg nokkra klukkutíma í ullarsokkum, tveim peysum þykkum buxum, undir teppi og sæng!) Mundi svo eftir að setja símann í samband núna áðan, fékk sms um leið og hann lifnaði við frá Tone, sem er alltaf sein. Hún hafði gleymt lyklunum sínum heima og stóð fyrir utan skólann (vorum í einu af aukahúsinu, sem er alltaf læst) og bað mig að koma að opna fyrir sér... Við sem vorum einmitt að spá í því í pásunni hvar hún eiginlega væri ;) Svo að núna er ég bara orðin slatti veik og hef alls engan tíma til þess, helgina var ég búin að plana í bassetthornupprifjun þar sem ég á að spila á bassetthorn í Mozart verkefni eftir helgina (ég sem hélt ég væri laus við #$%/&"%!& Mozart og alberti bassa í bili!) og hef ekki snert við kassanum einu sinni síðan í haust... En ef ég héti Pollýanna myndi ég segja, allavega fékk ég ekki kvef í þetta skiptið :) (sem virðist kannski frekar léttúðugt fyrir ykkur, að fá kvef, en það er sko mörder fyrir mig!) En sængin kallar, adíós! Berglind @ 18:20
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |