![]() |
||||
12 febrúar 2007
Er nokkuð viss um að helgin mín síðasta hafi komið beina leið frá helvíti...! Eyddi henni annaðhvort í sófanum að horfa í áttina að sjónvarpinu, man samt ekkert hvað var í því... eða í rúminu mínu, ekki sofandi og ekki heldur vakandi... Líkaminn minn fór í keppni við sjálfan sig um hversu fljótt hann gæti farið frá því að skjálfa úr kulda í að vera sveittur af hita í að skjálfa aftur af kulda...stanslaust frá laugardagsmorgni og þar til seinnipartinn í dag. Ég hrósaði líka happi aðeins of snemma, því ég fékk kvef (sem kemur líka frá helvíti) á laugardaginn og bættist það í hóp hita, hósta, beinverkja og höfuðverks sem fyrir voru. Núna, á mánudagskvöldi, liggja lungun mín og lifur hér á gólfinu fyrir neðan rúmið...hóstaði þeim upp fyrir nokkru síðan. Hausinn hangir út á sitthvora öxlina, þar sem hann klofnaði í gærkvöldi og nú ætla ég að fara að henda nefinu á mér í ruslið, því það kemur mér að engu gagni lengur... Berglind @ 19:54
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |