![]() |
||||
02 febrúar 2007
Það er fátt í fréttum frá Stavanger þessa dagana, en þar sem mér hálfleiðist á síðasta skólalausa föstudeginum ætla ég samt sem áður að blogga! Vorið er víst komið til Stavanger, hitinn rauk aðeins upp og bræddi snjóinn, sem gerði flesta frekar dapra (ég varð hins vegar afar glöð og brosti allan hringinn daginn eftir að snjórinn fór). Þetta smávor var hins vegar ekki nóg fyrir Anitu, sem er önnur af meðleigjendum mínum, því hún fór til Hawaii daginn eftir, öfundin lak af okkur Teresu þegar hún var að fara ;) Ég skrapp svo til IKEA um daginn og keypti mér hillu, skrifborðið var farið að bogna af dóti sem átti engan samastað... Keypti bara ódýrustu hilluna, hún var svo ódýr að heimsendingin var dýrari en hillan sjálf, en þar sem strætóbílstjórum er svakalega illa við að maður sé að koma með tveggja metra langa pakka í strætó, þá var ég víst neydd til að láta senda hana... Svo setti ég hana saman alveg sjálf, eitthvað sem ég er agalega stolt af, meira segja án þess að nota skrúfjárn! (skrúfjárn eru ofmetin...), hélt lengi vel að ég gæti þetta án þess að nota hamar líka, en það er erfiðara að finna staðgengil hamarsins í hnífaparaskúffunni, svo að ég endaði útí búð... Komst í leiðinni að því að það er engin byggingavöruverslun í Stavanger...ég þurfti að fara alla leið til Sandnes til að kaupa einn lásí hamar! Það kalla ég sko lélegt...! Nú eru alveg lengsta venjulegur-skóli-og-tímar kennslutímabilinu brátt að ljúka, eftir eina viku byrjar langt verkefnatímabil, það er hálfgert klúður eins og það síðasta, byrjar á einni viku sem er eiginlega hálf verkefnavika og hálf venjuleg vika, því við verðum í okkar venjulegu tímum, svona mestan partinn, og svo á æfingum, stundum seinnipartinn og stundum á skólatíma og þá eru venjulegu tímarnir sem rekast á bara felldir niður. Svo kemur ein vika, sem átti að vera lúðrasveitarverkefni, en það var víst fellt niður á þriðjudaginn, því það er ekki nógur mannskapur í það (ég meina, halló, þessu komust þeir að bara um daginn...ekki eins og þetta sé einhver skóli, þar sem er sami fjöldi nemenda allt árið og þar af leiðandi vitað í ágúst ef það verða ekki nógu margir blásturshljóðfæranemendur í heila lúðrasveit!) Þannig að þá er bara frí... Svo er vetrarfrí hjá skólahljómsveitinni, þannig að ég er ekki einu sinni að kenna... Vikuna eftir það er vetrarhátíð og þá er hinn óviðjafnalegi klarinettukvartett að troða upp, það verður kúl! Og svo í vikunni á eftir kem ég heim :) Jei fyrir því :):) Berglind @ 18:46
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |