![]() |
||||
27 febrúar 2007
Bara 5 dagar fólkens!!! Ég er eins og lítill krakki rétt fyrir jólin, er svo spennt :) sem er hálfskrítið, því mig er eiginlega alveg hætt að hlakka til nokkurs skapaðar hlutar, veit einhvern veginn af því að ég sé td að fara heim, en mig fer ekkert að hlakka til fyrr en í fríhöfninni, en þá verð ég líka svo spennt að ég gleymi öllu sem ég átti að kaupa og vil helst hlaupa framhjá Tollinum - þoli ekki þegar þeir vilja skanna draslið mitt! Það er jafn svekkjandi og ef fréttamaður færi að stoppa maraþonhlaupara 5 metra frá markinu, til að spurja hvernig gangi... En já, í þetta skiptið hlakkar mig svo mikið til, hlakkar til að hitta alla, hlakkar til að fara á lúðrasveitaræfingu, hlakkar til að tala íslensku, hlakkar til að fá góðan mat að borða, hlakkar til að fara niðrí Tíu og fá mér stóran súkkulaðisjeik (mig er búið að langa í svoleiðis ansi lengi...!) ojá, mig hlakkar bara til að koma heim! Aðrar skemmtilegar fréttir, ég fékk klarinettið mitt til baka í dag :) Það var afskaplega gaman... :)og það er ekki einu sinni hægt að sjá sprunguna, þetta er svo vel gert... Var soldið stressuð yfir þessu, því ég sá einu sinni klarinett sem kom úr svona sprunguviðgerð og það voru naglar og málað svart yfir og læti, alveg hræðilegt! Og sprungan mín var á frekar áberandi stað, alveg beint framan á... En neinei, ég get ekki einu sinni séð sprunguna... Berglind @ 21:20
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |