27 febrúar 2007
Bara 5 dagar fólkens!!! Ég er eins og lítill krakki rétt fyrir jólin, er svo spennt :) sem er hálfskrítið, því mig er eiginlega alveg hætt að hlakka til nokkurs skapaðar hlutar, veit einhvern veginn af því að ég sé td að fara heim, en mig fer ekkert að hlakka til fyrr en í fríhöfninni, en þá verð ég líka svo spennt að ég gleymi öllu sem ég átti að kaupa og vil helst hlaupa framhjá Tollinum - þoli ekki þegar þeir vilja skanna draslið mitt! Það er jafn svekkjandi og ef fréttamaður færi að stoppa maraþonhlaupara 5 metra frá markinu, til að spurja hvernig gangi... En já, í þetta skiptið hlakkar mig svo mikið til, hlakkar til að hitta alla, hlakkar til að fara á lúðrasveitaræfingu, hlakkar til að tala íslensku, hlakkar til að fá góðan mat að borða, hlakkar til að fara niðrí Tíu og fá mér stóran súkkulaðisjeik (mig er búið að langa í svoleiðis ansi lengi...!) ojá, mig hlakkar bara til að koma heim! Aðrar skemmtilegar fréttir, ég fékk klarinettið mitt til baka í dag :) Það var afskaplega gaman... :)og það er ekki einu sinni hægt að sjá sprunguna, þetta er svo vel gert... Var soldið stressuð yfir þessu, því ég sá einu sinni klarinett sem kom úr svona sprunguviðgerð og það voru naglar og málað svart yfir og læti, alveg hræðilegt! Og sprungan mín var á frekar áberandi stað, alveg beint framan á... En neinei, ég get ekki einu sinni séð sprunguna... Berglind @ 21:20
|
25 febrúar 2007
Ég er líklegast langt á eftir með þetta, en hvað ég varð leið...! www.skíðasvæði.is Berglind @ 17:48
|
23 febrúar 2007
Nýtt lúkk... Ákvað að skella inn nýju lúkki, er það ekki kúl? Að vísu er ég í smávandræðum með að fá kommentin til að virka...skil ekki af hverju þau koma ekki og nenni þess vegna ekki að standa í því... Ef einhver fær afskaplega þörf til að tjá sig, þá er hægt að gera það hér til hliðar, undir Look who's talking. Bara skrifa nafnið sitt, þar sem stendur "name", svo má setja email eða heimasíðu þar sem stendur email/url og að lokum skrifar maður það sem maður vill segja þar sem stendur message...idjotprúf algerlega :) Já, og myndina tók ég úr myndinni The Outsiders, sem er nýja uppáhaldsmyndin mín...! Veit samt ekki hvort hún er nógu skýrí öllum tölvum, ef hún er ferlega óskýr, þá endilega látið mig vita... :) þeinkjú Berglind @ 01:50
|
21 febrúar 2007
Kóngurinn á afmæli í dag. Hann er 70 ára. Sjónvarpsstöðvarnar hafa skipt mjög bróðurlega á milli sín beinum útsendingum frá afmælismessunni, afmælishádegismatnum, afmælisgjafaopnunarveislunni og eiginlega bara afmælis-þvísemþérdetturíhug... Spáið í því að eyða afmælisdeginum í beinni útsendingu... Maðurinn er búinn að vera með myndavél í andlitinu í allan dag, greyið maðurinn getur ekki klórað sér í nefinu eða lagað nærbuxurnar, hann hefur þurft að sitja og fylgjast með öllum karlakvartettunum og strengjasveitunum af áhuga og ef hann svo mikið sem dottar...úff! Það er á svona dögum sem ég er nú bara fegin því að vera ekki rojaltí ;) Berglind @ 21:06
|
Tók þetta af blogginu hans Guðjóns. Hvet alla til að klikka á linkinn og skrifa undir! Nú er hafin undirskriftarsöfnun á vegum EDF – heildarsamtaka fatlaðra í Evrópu - í tilefni 10 ára afmælis samtakanna. Markmiðið er að safna einni milljón undirskrifta í Evrópu í þágu bættrar stöðu fatlaðra og jafnréttis og afhenda þær í Brussel þann 4. október. ÖBÍ hvetur alla til að styðja þetta framtak og taka þátt með því að skrá sig á http://www.1million4disability.eu. Það verður eftir því tekið hve margar undirskriftir berast frá hverju landi og hér geta Íslendingar slegið enn eitt metið miðað við höfðatölu.Vinsamlegast látið þetta berast sem víðast. GS Berglind @ 00:52
|
17 febrúar 2007
Gettu bara hvað ég var að enda við að gera...?! Viss um að pabbi minn geti aldrei upp á því! ...Ég var að taka út úr ofninum, 12 stk rjúkandi heitar vatnsdeigsbollur, sem ég bakaði sjálf, alveg frá grunni...! Ýkt stolt af sjálfri mér núna, sko. Og svona til að monta mig enn meira, þá tókst þetta í fyrstu tilraun :) booyah! Berglind @ 17:13
|
15 febrúar 2007
Fékk heimsókn í dag, fólk er víst farið að vorkenna mér og hafa áhyggjur því þau komu færandi hendi, með voðalega sætt nammi (sætt þannig að það stóðu sætir hlutir á pökkunum) og gos og bakarísnammi og fleira... Hafði ekki hjarta í mér að segja þeim að mér verður súperóglatt af öllu sterkara seríós og jógúrt... Fékk meirasegja rauða rós í tilefni dagsins :) Svo er búið að finna einhverja konu til að taka yfir mitt sæti í Mozart, svo að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af bassetthorninu í bili... Svo að nú er bara planið að taka því rólega allavega á morgun, ætla að fara að kenna samt, fara svo kannski í skólann á föstudaginn og nota svo helgina í að gíra mig upp í...ujá...fríið :) Berglind @ 01:38
|
14 febrúar 2007
ó mæ god...bara besta auglýsing evvvör!! Berglind @ 04:11
|
12 febrúar 2007
æjæjæj... Nýtt stuðningslag Hamar/Selfoss: http://www.123.is/hamar/videos/Hamar-Selfoss2.wma Hvar fundu þeir eiginlega bakraddafólkið? Niðrí sjoppu?! Berglind @ 22:48
|
Er nokkuð viss um að helgin mín síðasta hafi komið beina leið frá helvíti...! Eyddi henni annaðhvort í sófanum að horfa í áttina að sjónvarpinu, man samt ekkert hvað var í því... eða í rúminu mínu, ekki sofandi og ekki heldur vakandi... Líkaminn minn fór í keppni við sjálfan sig um hversu fljótt hann gæti farið frá því að skjálfa úr kulda í að vera sveittur af hita í að skjálfa aftur af kulda...stanslaust frá laugardagsmorgni og þar til seinnipartinn í dag. Ég hrósaði líka happi aðeins of snemma, því ég fékk kvef (sem kemur líka frá helvíti) á laugardaginn og bættist það í hóp hita, hósta, beinverkja og höfuðverks sem fyrir voru. Núna, á mánudagskvöldi, liggja lungun mín og lifur hér á gólfinu fyrir neðan rúmið...hóstaði þeim upp fyrir nokkru síðan. Hausinn hangir út á sitthvora öxlina, þar sem hann klofnaði í gærkvöldi og nú ætla ég að fara að henda nefinu á mér í ruslið, því það kemur mér að engu gagni lengur... Berglind @ 19:54
|
09 febrúar 2007
Datt inná X-factor síðuna áðan, hef nú ekki fylgst með keppninni, hef frekar takmarkaðan aðgang að stöð 2... en ég sá einn þátt um jólin og fannst hann gasalega fyndinn... (þátturinn þar sem Hildur og Rakel lýsa því yfir að þær væru ekki að reyna að vera væmnar eða eitthvað þannig...eftir áralöng kynni af þeim í æsku voru þær sko alveg búnar að plata mig uppúr skónum...!)... Þetta reyndist nú ekki vera merkilegur þáttur, alveg gasalega ammrískur eitthvað og svona almennt súperfissjal... En svo ég komi mér nú að efninu, þá var ég að skoða þessa síðu og keppendurna, athuga hvort ég þekkti einhverja fleiri og svoleiðis... Þekkti nú ekki neinn, en sá að það er greinilega eitthvað satt í að "Íslendingar eru svo fallegt fólk" því hver keppandi í úrslitum þarna var hinum fegurri... Greinilegt að það bara fallegt fólk sem kann að syngja, því ekki geta dómararnir verið svo súperfissjal að velja bara fallegt fólk í úrslit... Ég meina, kommon fólkens, meirasegja Tyra Banks velur alltaf eina feita stelpu í America's Top Model... ...takkfyrir, búin að létta aðeins á veikindapirringnum ;) Berglind @ 19:17
|
Nú er flensan komin til Stavanger, síðasta vika hefur verið afar kósí, þar sem um helmingur nemenda hefur verið að mæta í skólann... Ég var nú samt viss um að ég hefði tekið út allan lasleika, fyrir næstu þrjú árin allavega, þarna um daginn... Þess vegna var ég frekar svekkt þegar ég vaknaði í morgun (kl 7.40, án vekjaraklukku! síminn lá dauður á skrifborðinu) og hóstaði eins og mér væri borgað fyrir það... Fór samt í skólann, enda fyrsti tónlistarsögutími annarinnar í dag, eini "fyrsti tíminn" sem ég hef getað mætt í á þessari önn... Við erum búin að fá nýjan kennara, Olaf Eggestad, sem ekki bara mundi nafnið mitt, heldur bar það fram rétt, með d-inu og öllu og sagði svo eftirnafnið mitt líka!! Rokkstig fyrir það! Aðrir kennarar kalla mig bara Berglind, (eða Berglin/Bergling/Berglinde, nokkrar útgáfur...) og láta svo eins og ég hafi ekkert eftirnafn ;) Ég fann fljótlega út að þessir tímar verða áskorun, Olaf er þessi kennaratýpa sem bara talar og talar, kryddar ræðurnar smávegis með því að skjóta random spurningum á fólk og skrifar algerlega óskiljanlega á töfluna... Þannig að það má búast við því að áramótaheitið mitt verði notað til hins ýtrasta á föstudagsmorgnum milli níu og hálftólf... (sagt með innlifun á nýársdag: " Ég ætla að taka betur eftir á þessu ári!") Fór beint heim eftir tímann, því ég var komin með beinverki og hausverk og var svo kalt að ég hélt virkilega að mér myndi ekkert hitna aftur (og það tók sko alveg nokkra klukkutíma í ullarsokkum, tveim peysum þykkum buxum, undir teppi og sæng!) Mundi svo eftir að setja símann í samband núna áðan, fékk sms um leið og hann lifnaði við frá Tone, sem er alltaf sein. Hún hafði gleymt lyklunum sínum heima og stóð fyrir utan skólann (vorum í einu af aukahúsinu, sem er alltaf læst) og bað mig að koma að opna fyrir sér... Við sem vorum einmitt að spá í því í pásunni hvar hún eiginlega væri ;) Svo að núna er ég bara orðin slatti veik og hef alls engan tíma til þess, helgina var ég búin að plana í bassetthornupprifjun þar sem ég á að spila á bassetthorn í Mozart verkefni eftir helgina (ég sem hélt ég væri laus við #$%/&"%!& Mozart og alberti bassa í bili!) og hef ekki snert við kassanum einu sinni síðan í haust... En ef ég héti Pollýanna myndi ég segja, allavega fékk ég ekki kvef í þetta skiptið :) (sem virðist kannski frekar léttúðugt fyrir ykkur, að fá kvef, en það er sko mörder fyrir mig!) En sængin kallar, adíós! Berglind @ 18:20
|
08 febrúar 2007
Komst að því í dag að tónheyrnarkennarinn minn heitir Rasmus :) Totally made my day! Berglind @ 13:11
|
06 febrúar 2007
Hvernig stendur á því að Coke auglýsingar eru eiginlega alltaf meðal skemmtilegustu auglýsinganna í sjónvarpinu, meira segja margir (jors trúlí svoooo þar á meðal!) sem komast ekki í jólaskap fyrr en þeir eru búnir að sjá gömlu jólakókauglýsinguna... En svo kemur Coke kompaníið með nýtt kók, Coke Zero og auglýsingarnar eru bara ekki á horfandi, td. er þessi búin að ganga í sjónvarpinu allt of lengi... Mikið vildi ég að gaurinn myndi drukkna í sjónum...! En ég var nú viss um að þessi auglýsing væri bara óheppni, svo ég fór á stúfana, viss um að ég myndi finna einhverjar skemmtilegar...en ónei, þær verða bara verri og verri: Alveg jafn leiðinleg, bara á breskri ensku... Eða þessi...siríöslí...?! I think someone should rather be walking dogs, than making advertises...! (skrifað á útlensku, ef ske kynni að þeir sem gerðu þessar auglýsingar lesi þetta blogg ;) ...og svo hef ég líka smakkað þetta coke zero og það smakkast virkilega eins og ekkert...ef það væri ekki fyrir loftbólurnar á tungunni, gæti maður eins verið að drekka loft...!) Berglind @ 21:21
|
03 febrúar 2007
Nú er HM á skíðum í fullum gangi, það er víst ekki nóg að hafa eina sjónvarpstöð sem sýnir frá mótinu tventíforseven, heldur er nauðsynlegt að hafa tvær... Enda vita nú allir að skíðaganga er jú ein af mest spennandi íþróttagreinum ever... á eftir Curling, þeas... Ég hef aldrei getað skilið tilganginn með þeirri grein sem er kölluð Skiskyting hér (man ekki íslenska nafnið í augnablikinu)... Hverjum datt eiginlega í hug að sameina skíðagöngu og að skjóta í mark...? Berglind @ 15:06
|
02 febrúar 2007
Það er fátt í fréttum frá Stavanger þessa dagana, en þar sem mér hálfleiðist á síðasta skólalausa föstudeginum ætla ég samt sem áður að blogga! Vorið er víst komið til Stavanger, hitinn rauk aðeins upp og bræddi snjóinn, sem gerði flesta frekar dapra (ég varð hins vegar afar glöð og brosti allan hringinn daginn eftir að snjórinn fór). Þetta smávor var hins vegar ekki nóg fyrir Anitu, sem er önnur af meðleigjendum mínum, því hún fór til Hawaii daginn eftir, öfundin lak af okkur Teresu þegar hún var að fara ;) Ég skrapp svo til IKEA um daginn og keypti mér hillu, skrifborðið var farið að bogna af dóti sem átti engan samastað... Keypti bara ódýrustu hilluna, hún var svo ódýr að heimsendingin var dýrari en hillan sjálf, en þar sem strætóbílstjórum er svakalega illa við að maður sé að koma með tveggja metra langa pakka í strætó, þá var ég víst neydd til að láta senda hana... Svo setti ég hana saman alveg sjálf, eitthvað sem ég er agalega stolt af, meira segja án þess að nota skrúfjárn! (skrúfjárn eru ofmetin...), hélt lengi vel að ég gæti þetta án þess að nota hamar líka, en það er erfiðara að finna staðgengil hamarsins í hnífaparaskúffunni, svo að ég endaði útí búð... Komst í leiðinni að því að það er engin byggingavöruverslun í Stavanger...ég þurfti að fara alla leið til Sandnes til að kaupa einn lásí hamar! Það kalla ég sko lélegt...! Nú eru alveg lengsta venjulegur-skóli-og-tímar kennslutímabilinu brátt að ljúka, eftir eina viku byrjar langt verkefnatímabil, það er hálfgert klúður eins og það síðasta, byrjar á einni viku sem er eiginlega hálf verkefnavika og hálf venjuleg vika, því við verðum í okkar venjulegu tímum, svona mestan partinn, og svo á æfingum, stundum seinnipartinn og stundum á skólatíma og þá eru venjulegu tímarnir sem rekast á bara felldir niður. Svo kemur ein vika, sem átti að vera lúðrasveitarverkefni, en það var víst fellt niður á þriðjudaginn, því það er ekki nógur mannskapur í það (ég meina, halló, þessu komust þeir að bara um daginn...ekki eins og þetta sé einhver skóli, þar sem er sami fjöldi nemenda allt árið og þar af leiðandi vitað í ágúst ef það verða ekki nógu margir blásturshljóðfæranemendur í heila lúðrasveit!) Þannig að þá er bara frí... Svo er vetrarfrí hjá skólahljómsveitinni, þannig að ég er ekki einu sinni að kenna... Vikuna eftir það er vetrarhátíð og þá er hinn óviðjafnalegi klarinettukvartett að troða upp, það verður kúl! Og svo í vikunni á eftir kem ég heim :) Jei fyrir því :):) Berglind @ 18:46
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||