![]() |
||||
13 janúar 2007
Líf mitt þessa dagana er ákaflega spennandi... Það snýst aðallega um pillur og að borða, því ég verð að borða annaðhvort hálftíma eftir eða tveim tímum áður en ég tek pensillínið... Er búin að snúa sólarhringnum í marga marga hringi (einn af mínum aðal hæfileikum) því ég sef þegar ég sofna, stundum sofna ég ekki fyrir verkjum og stundum sofna ég bara alltíeinu af áhrifum verkjapillanna (hef alltaf orðið agalega syfjuð af verkjapillum) Eyrnabólgan er ekkert að minnka neitt, er eiginlega skárri, því ég heyri ekki lengur hálfri sekúndu seinna og hálftóni lægra með bólgna eyranu, en eiginlega verra því ég heyri alls ekki neitt með því lengur... Tímanum á milli pilluáta eyði ég í að horfa á dvd, með heyrnartólin tengd í tölvuna, bara yfir öðru eyranu þó, því þá heyri ég ekki óminn af talinu með hinu... Það er svo mikið stuð að vera með eyrnabólgu :D Berglind @ 23:36
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |