![]() |
||||
28 janúar 2007
Ég fór í IKEA á föstudaginn og keypti mér hillu, keypti að sjálfsögðu þá ódýrustu og kostaði hún 295 kr (sem er rúmlega 3000 ísl). Hillan kom í pakka sem var vel tveir metrar á lengd, svo að ég keypti heimsendingu á hillunni. Heimsendingin kostaði rúmlega 100 norskum krónum meira en hillan sjálf. Mig langaði alveg að fara að gráta, en það þýddi víst ekkert...efast um að strætóbílstjórinn hefði hleypt mér upp í strætó með tveggja metra langan pakka, fyrir utan það að ég er ekki viss um að ég gæti lyft honum... Með þessum hillukaupum ætla ég að gera tilraun til að halda herberginu mínu soldið þrifalegu... það er víst ekki mín sterkasta hlið, að setja hlutina á réttan stað eftir notkun, en þegar hlutirnir eiga stað til að vera á, verður það kannski auðveldara... En er alveg inspírasjónlaus, svo ég ætla bara að hætta, fara að elda mat og horfa svo á Falcon Beach, sem var að koma inn á tölvuna :) Adíós seríós Berglind @ 19:08
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |