![]() |
||||
02 janúar 2007
Þá er árið tvöþúsundogsex liðið í aldanna skaut og kemur víst aldrei til baka (nema að einhverjum leiðist svakalega mikið, þá getur tíminn nefnilega liðið svo hægt að hann fer faktískt afturábak, það eru vísindalega staðreyndir, þaulprófaðar af mér!) Faðir minn hefur afrekað það sem ég hef reynt í mörg ár, án árangurs... kallinn búinn að vera frískur og hress allt jólafríið og svo þegar vinnan er að byrja verður hann veikur! Ég geri þetta alltaf öfugt, er hress og frísk á meðan ég þarf að mæta í vinnu/skóla, svo um leið og ég fæ smáfrí og ætla virkilega að njóta lífsins, verð ég veik og líður ömurlega og get ekki gert nokkurn skapaðan hlut annan en að liggja í rúminu/sófanum og hugsa um hvað mér líður illa... Og þetta er alls ekkert djók, ég hef alltaf orðið veik þegar ég kem í frí til Íslands! En nú er kannski betra að fara að veiða börnin upp úr klósettinu, áður en þau drukkna alveg... (það er samt bara ýkt djók, þau eru ekkert í klósettinu! Þau eru að leika sér með eldhúshnífasafnið...) Berglind @ 11:48
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |