![]() |
||||
09 janúar 2007
Þá er enn eitt fulltafóvæntumuppákomumtilþesseinsaðtefjafyriraðBerglindkomistááfangastað-flugið að baki. Það lengdist aðeins í annan endann, að vanda og kom margt uppá, sumt skemmtilegt, annað ekki. En sökum tæknilegrar bilunar í vélinni í Keflavík, fórum við ekki í loftið fyrr en um hálfníuleytið og flestallir misstu af tengiflugum, jorstrúlí þar á meðal. En í staðinn fékk ég ókeypis gistingu á RadissonSAS hótelinu þarna á flugvellinum, svakalega fínt herbergi með bjútífúl útsýni yfir...bílaplanið á Gardemoen ;) Breiðband fylgdi herberginu og eins payperview, en það virkaði voða illa samt. Í morgun var ég svo í standby á flugi kl 8.30 og svo aftur kl 9.45, sem ég komst með í, umkringd hermönnum á alla kanta... Svo ofan á allt hitt, náðu aularnir sem fermuðu eða affermuðu vélina að brjóta annað hjólið á töskunni minni, þessari sem ég keypti mér fyrir jólin og mér finnst svo svakalega fín :( Og ofan á það og allt hitt líka, þá er ég ennþá veik af jólafrísveiki nr 2 og verð bara ekkert betri, bara verri með hverjum deginum. Núna er ég með stíflað nef, hálsbólgu, hósta, hausverk og aðra beinverki, lungun eru svo gott sem lokuð fyrir lofti sem reynir að komast niður og svo eru raddböndin komin í verkfall, sem var óvænt uppákoma morgunsins nr 2... Ég var komin heim á hádegi og byrjaði á því að fara í sturtu, svo lagðist ég í rúmið og svaf til hálfátta. Þegar ég loksins vaknaði, ákvað ég að á morgun ætla ég að vera veik! Berglind @ 22:01
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |