![]() |
||||
21 desember 2006
Komið að ferðasögunni?! Bíða ekki allir spenntir?! Helduru að ég hafi komist frá stað A til B til C án vandræða? ...Kannski það gerist í draumaheimi...veit ekki.. Ég vaknaði alveg geðveikt snemma og fór í langa góða sturtu, hefði alveg getað borðað morgunmat, ef ég hefði ekki verið svona dugleg að klára allan mat sem ég átti (fannst ekki alveg við hæfi að borða spagettí í morgunmat, þó það sé gott!) Svo var ég komin út í strætóskýli um 6 mín áður en strætó átti að koma, eins gott kannski, því ég gleymdi símanum mínum heima ;) hljóp heim og náði í hann og svo aftur út í skýli, þar stóð ég svo næstu 20 mínúturnar, strætó nr 1 kom ekki, strætó nr 2 kom ekki og strætó nr 3 var of seinn, svo að þrátt fyrir að ég hafi skipulagt strætóferðina að taka rúman hálftíma (tekur 11 mín á blaði) náði ég ekki flugrútunni. Fékk á endanum einn úr skólanum (sem ég ætlaði að hitta á flugvellinum, hann ætlaði að skila mér minidisk spilaranum mínum, sem hann var með í láni) til að koma og ná í mig niðrí bæ og skutla mér á flugvöllinn... Rétt náði fyrir lokun á inntékkinu... Fluginu var svo seinkað um hálftíma... Þegar ég kom að hliðinu, voru þónokkrir komnir... Það virtist vera "travel alone with all of your kids" dagur hjá Norwegian, því af þeirri hálfu vél sem var að fara til Osló, voru 4 mömmur með 3 krakka og allavega þjár með einn og tvo krakka... Svo kom eldri kona og settist beint á móti mér. Hún var í Burberry buxum, með burberry trefil, burberry tösku og burberry derhúfu, ég gat ekki annað en brosað í hvert skipti sem mér varð það á að líta á konuna...beið alltaf eftir vasaútgáfu af hundi í burberry peysu gægjast upp úr burberry töskunni ;) Þegar við lentum í Osló, var ég næstum búin að gleyma að ná í töskuna mína...fattaði það við tollhliðið ;) Þurfti aðeins að bíða eftir að inntékkið til Íslands opnaði, fékk bordíngpass númer 001 :) Security tékkið var svakalegt, fyrst var ég spurð hvort ég væri með einhverja vökva, svo skannaði einhver gaur botninn á strigaskónum mínum. Svo þurfti ég að setja allt dótið mitt í gegnum maskínuna og labba í gegnum hliðið, sem bíbti ekki en samt þurfti ég að láta einhverja konu þukla á mér. Svo þegar ég var búin að setja allt ofan í töskuna mína, þurfti ég að taka allt uppúr og sýna einverjum kalli hvað var í veskinu mínu og minidiskspilarann minn og eitthvað fleira athyglisvert... Fór svo inn og keypti tyggjó og eitthvað gotterí í fríhöfninni og var á leiðinni að fá mér skrítnapizzu á Pizza Hut...og þá byrjaði vesenið! Leit á skjáinn til að athuga hvort hliðið væri komið. Það var ekkert hlið, en orðið Cancelled blasti við mér á skjánum við hliðina á fluginu til Reykjavik! Ég stóð þarna í smátíma og horfði bara á skjáinn...hvað í fjandanum átti ég að gera?! Fór að SAS skrifborðinu, þær sendu mig niður í Arrival partinn af stöðinni, þar sem Iceland Air skrifborðið er. Þau sendu mig aftur fram í inntékk og þar var ég send í einhverja röð. Stóð það í um kortér, þá kom einhver kall og spurði hvert ég væri að fara, ég sagðist vera að fara til Íslands, en fluginu hefði verið aflýst og hann spurði af hverju ég væri þá í röðinni! Mér fannst það nú liggja soldið í augum uppi, en sagði honum að ég vildi vita hvernig ég ætti að komast til Íslands, fyrst fluginu hefði verið aflýst... Hann hálfrak mig í burtu og sagði að ég ætti að taka flugið til Stokkhólms og ég fékk ekkert færi á að vita neitt meir... Svo að ég fór í gegnum skemmtilega securitytékkið aftur og inn í fríhöfn aftur, án þess að vita eiginlega neitt meira, bara að ég ætti að taka flug til Stokkhólms... Svo ég reyndi að finna eitthvað flug til Stokkhólms, þar var ekkert fyrr en um fjögur leytið, svo ég bölvaði pínulítið og ætlaði að fara á Pizza Hut. Í röðinni þar sá ég svo alltíeinu flugvél frá Icelandair, fór og tékkaði á því hvaða vél þetta var og komst að því að þetta var líklegast vélin sem ég átti að fara með, allavega var hún á leiðinni til Stokkhólms :) Við fengum að fara um borð í vélina, þar var eitthvað fólk fyrir, frekar skrítið. Komst svo að því að vélin sem átti að fara frá Boston nóttina áður (sú vél fer svo áfram til Osló), hafði bilað og því farþegum til Osló og Stokkhólms safnað í eina vél. Ekkert mál, seinkunin átti að vera kannski 1 til 1 og hálfur tími... Við sátum í vélinni í rúma tvo tíma, því einhverjir hálfvitar sem voru á leiðinni til Stokkhólms, fóru út úr vélinni í Osló! Ekki veit ég hvað þeir voru að pæla, en þar sem að farangurinn þeirra var í vélinni og það eru ófrávíkjanlegar reglur að farangur megi ekki fara frá flugstöð án þess að eigandinn sé með, þá gátum við ekki farið fyrr en annaðhvort hálfvitarnir væru komnir til baka, eða farangurinn þeirra fundinn og tekinn úr vélinni... Eftir þessa tvo skemmtilegu klukkutíma fórum við svo loksins af stað til Stokkhólms, þar sem við þurftum að fara frá borði svo hægt væri að þrífa vélina. Svo fengum við að fara aftur um borð... Flugstjórinn tilkynnti að við myndum fara af stað um leið og vélin yrði laus frá landganginum.... Eftir um það bil kortér tilkynnti flugstjórinn að landgangurinn væri fastur við vélina og að flugvallarstarfsmenn væru að bisa við að losa hann frá... Svo um 10 mín seinna losnaði landgangurinn og við fórum í loftið... Flugstjórinn tilkynnti að flugtíminn væri óvenjulega langur vegna veðurs í dag og vorum við rúman þrjá og hálfan tíma á leiðinni heim... Þegar ég var svo nokkur skref frá því að hitta fjölskylduna, sem beið fyrir utan hliðið, lenti ég í fokkings tollinum! ég var með dvd skrifarann minn, heeeelling af pirat myndum og þáttum, föt og fleira sem ég var í rauninni að smygla inn í landið... En ég var svo heiðarleg að þegar hún spurði hvort ég væri með einhver tæki í töskunni, svaraði ég að ég væri með dvd skrifarann minn og stelpan hleypti mér í gegn... hún þakkaði mér fyrir um leið og ég tók töskuna mína af bandinu og þakkaði mér fyrir og ég (orðin nokkuð pirruð eftir rúmlega 13 klukkutíma ferðalag og síðustu þrjá og hálfa tímann fékk ég að sitja beint fyrir aftan grenjandi krakka) gleymdi aðeins kurteisinni og sagði bara "já, verði þér að góðu!" Það er ekki alltaf auðvelt að komast heim þegar maður heitir Berglind! Berglind @ 00:30
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |