![]() |
||||
30 desember 2006
Jólafrí, jólafrí, frábæra jólafrí! Ég er búin að afreka alveg fáránlega lítið í þessu jólafríi... Hef eytt miklum tíma með börnum á aldrinum 1-11 ára, kemur hálfpartinn á óvart að ég muni hvernig maður talar fullorðins... ;) Fór þó út á meðal fullorðins fólks í dag, spilaði með Verkalýðnum í einhverri veislu niðrí bæ. Það var svakalega gaman, uppgötvaði hvað ég sakna þess svakalega mikið að spila í lúðrasveit... fæ nú samt smá skammt þegar ég fer til Washington með Lýðnum um páskana :) Ég hef líka afrekað það að fá kvef a la Berglind, kvef í augunum, kvef í nefinu, kvef í hálsinum, kvef í ennisholunum og fylgir að sjálfsögðu dúndrandi hausverkur, bara til að gera þetta svona atvinnumanna... Svo afrekaði ég að rífa gat á hornhimnuna þegar ég ætlaði að taka linsuna úr auganu í dag (að ég held, eftir rannsókn á efninu í umræðunni á barnalandi), núna er mér geðveikt illt í auganu... gamanaðessu :) Svo er það bara 2007 á hinn! Veit ekki hvort það sé bara ég, en mér finnst einhvern veginn árin líða mun hraðar núna en í gamla daga... Berglind @ 00:03
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |