![]() |
||||
01 desember 2006
Ég er gasalega léleg í að muna nöfn... Þess vegna fannst mér það afar kaldhæðnislegt, þegar ég fékk listann yfir nemendurna mína hjá Madlamark Skolekorps, að báðar stelpurnar í báðum litlu grúppunum mínum heita mjög líkum nöfnum. Yngri stelpurnar heita Anne og Sanne. Þeim rugla ég saman alveg hægri vinstri. Anne benti mér á, eftir tímann í gær, að ég hefði aldrei ruglast á þeim í tímanum í gær. Það fannst henni mjög merkilegt (verð að viðurkenna, að mér fannst það líka) ekki búin að kenna þeim nema í 3 mánuði ;) Eldri stelpurnar heita Siri og Silje. Ég kalla þær báðar iðulega Siri. Siri finnst það bara fyndið, en Silje er held ég orðin frekar pirruð ;) Eftir að ég var búin að kalla hana Siri aðeins of oft um daginn, þá datt mér í hug að kannski ætti ég bara alltaf að segja öll nöfnin þeirra, svona eins og GísliEiríkurHelgi. Svo sagði ég þeim söguna af þeim, söguna með gluggalausa húsið og svo með fæturna í lauginni því þau könnuðust að sjálfsögðu ekki við þá bræður, enda norskir krakkar... En sagan sló líka svona ógurlega í gegn, því lúðrasveitarstjóran sagði mér í gær að þau hefðu kallað hvert annað SiriSiljeMagnus alla lúðrasveitaræfinguna á mánudaginn síðasta ;) Og hey, gleðilegan desember :) Berglind @ 17:16
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |