17 desember 2006

Ég er búin að vera svo dugleg í dag...ómægod, bara!
Ég fór að versla nokkrar jólagjafir, endaði með aðeins of margar handa sjálfri mér...mér finnst það algerlega mjög illa gert af verslunarfólki að hafa súpertilboð á dóti sem mér langar í, þegar ég er ekki að versla handa mér...
En ég náði næstum því að klára, á eina eftir, sem verður versluð sem fyrst...
En dagurinn í dag var afar stór upplifun fyrir mig, ég fór nefnilega í Kvadrat, sem er stærsta verslunarmiðstöð í Noregi... og þarna er hægt að finna allt, eignaðist maaaargar uppáhaldsbúðir!

Neyðarlegt augnablik dagsins var í boði Björn Borg, þegar axlarbandið á töskunni minni, sem hefur gegnt hlutverki sínu mjög vel í þónokkur ár, rifnaði af og taskan hrundi í gólfið og ég með fullar hendur af pokum... Þetta átti sér að sjálfsögðu stað frammi á gangi, svo að sem flestir gætu fylgst með mér nær hrynja í gólfið þegar taskan rifnaði og svo bisa við að ná töskunni og setja hana ofan í poka...Svo lá leiðin beint inn í næstu töskubúð og fjárfest í nýrri Björn Borg tösku... Alltaf gaman að svona löguðu, hah?!
Skemmtilegt augnablik dagsins var í boði Session, sem er norskt skeitmerki, þegar einhver gaur gaf mér kúl límmiða sem prýðir nú tölvuna mína ;) Session girls búðin er ein af nýju uppáhaldsbúðunum mínum...
Þreytt augnablik dagsins var í boði Kolumbus, það var afar langt augnablik, varði í rúman hálftíma, frá því ég kom inní strætó og sá að hvert einasta sæti var upptekið og þar til ég tók næsta strætó og gat sest niður...

Svo er það bara heim í fyrramálið!


Berglind @ 22:28
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan