![]() |
||||
06 desember 2006
Úff, dagurinn ekki nema hálfnaður og mér langar mest til að skríða upp í rúm og sofa til 18. des... Ég vissi í morgun að þessi dagur gæti ekki orðið góður, þegar ég labbaði út í strætóskýli og beint upp í strætó. Dagur sem byrjar svo vel, er of góður til að vera sannur... Ég hafði rétt fyrir mér, því ég fékk falleinkunn fyrir hljómfræðiverkefnið (sem ég gerði á mettíma, og gerði allskonar dót, sem kennarinn er ekki sammála mér um að megi), ég vissi alveg af því... Svo í hljómsveitarstjórnun fengum við fáránlegt verkefni og ég fékk að sjálfsögðu það langerfiðasta og ómögulegasta... Fór að æfa mig og þá kom hápunkturinn... Það er fokkings sprunga í klarinettinu mínu!! Hún er að vísu ekki stór, eða bráðhættuleg svo ég get alveg æft mig og tekið próf eftir helgi, en ég þarf samt að láta gera við hana... Sem bæði kostar tíma og pening og það hef ég nú ekkert gasalega mikið af... Og auðvitað gerist þetta á besta tíma, klarinettukórinn að æfa á föstudag og laugardag og svo jólapróf á þriðjudag og tónleikar helgina eftir...! Já og svo ætlaði ég að ná mér í nýjasta Veronicu Mars þáttinn, nei þá er bara komið jólafrí og næsti þáttur kemur ekki fyrr en 23 janúar! Greinilega illa innrætt fólkið sem framleiðir þættina... Pirr pirr pirr pirr pirr pirr pirr! Berglind @ 15:22
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |