![]() |
||||
04 desember 2006
Búið að vera asnalegur dagur í dag... Byrjaði daginn eiginlega ekki heldur var hann beint framhald af sunnudeginum, því ég sofnaði aldrei í nótt! Lá bara í rúminu í 5 klukkutíma og starði út í loftið... Fór svo á fætur um hálfsjö og fór í sturtu og hitaði mér morgunbrauð í ofninum og tók því aðeins of rólega, því ég horfði á eftir strætónum...asnalegt að vera komin á fætur alveg tveimur klukkutímum áður en ég þarf að fara af stað og missa samt af strætónum... En það er nú fátt notalegra á mánudagsmorgni en að bíða í tæpan hálftíma eftir strætó, úti í rokinu og rigningunni... En ég fékk að fylgjast með öllum fuglum í Stavanger fljúga út úr bænum...Veit ekkert hvert þeir voru að fara, en í tæpar tíu mínútur var himinninn þakinn fuglum sem flugu eins og drykkjusjúklingar, í allar aðrar áttir en beint áfram...þeir hafa eflaust verið að gera eitthvað annað þegar V-flugið var kennt í fuglaskólanum... Ég held í alvöru að þetta hafi verið allir fuglar í Stavanger, því það var ekki einn einasti á tjörninni þegar ég kom niðrí bæ, venjulega er hún full af fuglum... Svo var áttan of sein, þannig að ég náði að hoppa upp í, þegar bílstjórinn var að leggja af stað og kom því ekki of seint í skólann, eftir allt :) Svo þegar ég kom heim, leit íbúðin eins og að jólasveinninn hafi fengið gubbupest, litlir krípí tröllakallar hangandi og sitjandi út um alla íbúð, meirasegja á klósettinu! Tvö aðventuljós í stofuglugganum, sem slá út rafmagninu þegar það er kveikt á þeim og jólanammi og smákökur á diskum útum allt og gasalega fínir jóladúkar á öllum borðum... Og já, að sjálfsögðu er nammibindindið mitt farið fyrir lítið ;) Skrítinn dagur... Berglind @ 23:10
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |