![]() |
||||
22 nóvember 2006
Fékk leið á "gamla" lúkkinu og setti því inn alveg splúnkunýtt lúkk... Soldið merkilegt við þetta lúkk, að ég gerði það að miklu leyti sjálf..! Fékk að vísu lánað skinn af blogskins.com en það var allt öðruvísi og hafði aðra mynd og dót... upphaflega leit það svona út. Ég semsagt setti inn nýja mynd og lagaði soldið til stafina og bálkana og svoleiðis og voilà! Nokkuð stolt af sjálfri mér bara, þó það líti út fyrir að vera einfalt, þá er það alls ekki raunin, allt sem sést hér, er í rauninni bara stafir og merki og dót...æææh, bara ekki auðvelt! Annars er lítið að frétta, búin að fá jólagjöfina mína, soldið snemmt, en hei... Tölvan mín var semsagt að drukkna í...jah, dóti... og því fékk ég Soffíu vinkonu (Elísabetar) til að kaupa fyrir mig DVD skrifara, fékk hann loksins í gær og geri núna vart annað en að skrifa dót...jei :) Svo komst ég að því að forritið sem skrifar úr tölvunni á minidiska, virkar ekki... ég sem á billjón útvarpsþætti sem mig langar svo að koma á disk, til að hlusta á í strætóunum... Hjólið mitt er semsagt ennþá á verkstæði og ég þarf þessvegna að ferðast með $#&%&/ strætó, sem væri vanalega í lagi, en strætóarnir hér eru ekkert rosalega mikið fyrir að fylgja tímatöflunni sem við farþegar fáum í hendurnar... Dæmi um það er strætó nr 8. Hann á að koma á kortérs fresti á daginn til Bjergsted og renna niðrí bæ (Bjergsted er þar sem skólinn minn er og nr 8 er eini strætóinn sem fer þar framhjá). Hann er yfirleitt 5-10 mín of seinn... Eftir 6 á hann að vera í Bjergsted á hálftíma fresti. Ég hef lengst þurft að bíða í 45 mín eftir honum þá... Ef báðir strætóarnir sem ég þarf að taka, væru á réttum tíma, tekur það um 40 mínútur að komast á milli skólans og heima. Það hefur tekið upp í tvo tíma...! Berglind @ 19:18
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |