![]() |
||||
04 október 2006
Var á oktett æfingu í dag. Erum að æfa Serenade nr 11 í Es dúr af Mozart, eigum að spila á tónleikum á sunnudaginn (óboíj!), það verður ekki frábært, en kannski ágætt...vonandi... Þetta er fjölþjóðlegasti oktett sem ég hef spilað í, nokkru sinni. Það eru bara tveir Norðmenn, svo eru tveir frá Austur Evrópu (ekki alveg viss um landið þeirra enn), 1 Íslendingur, 1 ítali, 1 japani og einn spánverji... Ég hitti ítalann og japanann fyrst í dag. Þeir eru ekki í skólanum, heldur í skóla í Þýskalandi, veit ekki af hverju þeir eru hér núna, en þeir komu víst bara til að spila á þessum tónleikum, skildist mér. Talaði mest við Japanann og hann talar ekkert alltof góða ensku... Að sjálfsögðu kynntum við okkur. Ég hef ekki hugmynd hvað þeir heita, en japaninn heitir eitthvað á milli Yoshi (eins og græna risaeðlan í Super Mario) og Yosemite... Ítalinn vissi að Sinfó sé frábær :) Berglind @ 01:26
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |