![]() |
||||
27 ágúst 2006
Já, fólkens, það rignir sko hér í Stavanger núna. Alveg flóðrignir...en þetta er víst bara venjulegt, segja þeir... *ómægod* Ég er á netinu í skólanum, af því að netið virkar ekki heima, einhverra hluta vegna... er eiginlega að bíða eftir því að rigningin hætti svo ég geti farið að hjóla heim, alger lóner hér, það er eiginlega enginn í skólanum, enda sunnudagskvöld, þannig séð... En ég fékk nóturnar mínar áðan, það var frábært... Það var ein mamma einhvers sem var að byrja í Toneheim, sem tók kassann með til baka eftir að hafa skutlað barninu sínu í skólann... Indæl mamma... Þannig að ég slapp við að borga þúsundkallana sem hefur farið í póstsendinguna.. Vona samt innilega að sú sem faldi kassann minn skammist sín innilega og má fara í hunds-og kattar rassgat fyrir mér...! Nú þarf ég bara að setjast niður á morgun eða hinn og búa til lista yfir allar nóturnar, nenni ómögulega að hlaupa fimmtán ferðir upp og niður stigann á miðvikudaginn til að sýna Håkon allt sem ég á.... eða annars, er að hugsa um að gera það bara núna, á meðan ég bíð eftir að ég nenni að druslast af stað út í rigninguna, skýin virðast ekkert vera að spögglera í að hætta þessu rugli... Ættu nú frekar að nota allt þetta vatn í eitthvað annað... Berglind @ 19:41
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |