![]() |
||||
18 ágúst 2006
Ég var að skrifa bréf á norsku og vantaði eitt orð, svo ég gúgglaði ensk-norskum netorðabókum... Að sjálfsögðu brávsaði ég aðeins meira og fann þessa Ég veit ekki hver bjó hana til, en það hefur eitthvað verið í gangi í hausnum á honum... Sjáið bara orðin þarna, ástralskur lungnafiskur, í átt að skut, örvað frumuskrið, ásvelging, þjöppubakslag... indexið er lítið skárra, sérstaklega finnst mér þó þungur-Aldrei of seint að vera hamingjusamur (sem er ekki einu sinni rétt þýtt...) og hóruungi-hommi og ... nei get ekki tekið neitt út, allt jafn...skrítið ;) Svo verð ég að minnast á hvað stafrófið er skemmtilega uppsett... En ég lærði líka ný íslensk orð eins og ĉirkaŭligo, sem er víst íslenska yfir "bands" og ĵetkubo, sem er "dice" á enskunni. Sillí mí, að halda að réttu íslensku orðin væru hljómsveit og teningur... svona er ég vitlaus ;) Að einhverjum ástæðum hefur höfundi bókarinnar líka þótt nauðsynlegt að setja inn þessa setningu... úff, ég gæti haldið endalaust áfram... En seríöslí, skoðið þessa síðu! Berglind @ 19:55
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |