31 ágúst 2006
Tetta finnst mer ogesslega fyndid :) Berglind @ 14:45
|
28 ágúst 2006
Buin ad fa vinnu... Tad hringdi einhver kona i mig um daginn (Gud veit hvernig hun fekk simanumerid mitt) og baud mer vinnu i skolahljomsveit. A fimmtudaginn byrja eg semsagt med 3 krakka sem hafa spilad i eitt ar og svo 15 stk!! sem eru lengra komin. Svo fæ eg eftir 1-2 vikur einhverja byrjendur (sem heita aspiranter a norsku ;), veit ekki hvad teir verda margir... og eg fæ ad spila med elstu sveitinni. Sem er vist nokkud god ludrasveit, tau lentu allavega i 3 sæti i Noregsmeistarakeppninni i sumar... Veit ekki enn hvad eg fæ mikid borgad, en tad er eins gott ad tad verdi hellingur! Tetta verdur spennandi :) Berglind @ 12:07
|
27 ágúst 2006
Já, fólkens, það rignir sko hér í Stavanger núna. Alveg flóðrignir...en þetta er víst bara venjulegt, segja þeir... *ómægod* Ég er á netinu í skólanum, af því að netið virkar ekki heima, einhverra hluta vegna... er eiginlega að bíða eftir því að rigningin hætti svo ég geti farið að hjóla heim, alger lóner hér, það er eiginlega enginn í skólanum, enda sunnudagskvöld, þannig séð... En ég fékk nóturnar mínar áðan, það var frábært... Það var ein mamma einhvers sem var að byrja í Toneheim, sem tók kassann með til baka eftir að hafa skutlað barninu sínu í skólann... Indæl mamma... Þannig að ég slapp við að borga þúsundkallana sem hefur farið í póstsendinguna.. Vona samt innilega að sú sem faldi kassann minn skammist sín innilega og má fara í hunds-og kattar rassgat fyrir mér...! Nú þarf ég bara að setjast niður á morgun eða hinn og búa til lista yfir allar nóturnar, nenni ómögulega að hlaupa fimmtán ferðir upp og niður stigann á miðvikudaginn til að sýna Håkon allt sem ég á.... eða annars, er að hugsa um að gera það bara núna, á meðan ég bíð eftir að ég nenni að druslast af stað út í rigninguna, skýin virðast ekkert vera að spögglera í að hætta þessu rugli... Ættu nú frekar að nota allt þetta vatn í eitthvað annað... Berglind @ 19:41
|
23 ágúst 2006
Flutningafyrirtækisreynsla Berglindar annar tattur Fyrsti tattur gerdist i fyrra og er hægt ad finna hann her i færslum fra agust og september 2005... I haust flutti eg fra Hamar til Stavanger og fekk Svipp.no til ad sja um flutninginn. Tad atti ad taka tvo daga. Eftir trja daga hringdi eg i høfudstødvarnar og vildi fa ad vita hvar dotid mitt væri. Einhver mjøg upptekinn madur svaradi og sagdist hann ætla ad athuga malid og hringja svo til baka. En hann hringdi aldrei til baka. I tridja skiptid sem hann hringdi, ta bad eg hann bara um simanumerid i Stavanger svo eg gæti bara athugad tetta sjalf. Fekk tad og hringdi. Ta svaradi kona og hun sagdist bara ekki finna neitt fra mer, tad hefdi liklegast tafist i Oslo. Hun sagdist ætla ad athuga malid og hringja svo til baka. Ekki hringdi hun, svo ad daginn eftir hringdi eg aftur, ta var dotid i Stavanger og hun sagdi ad tad kæmi bara seinni partinn eda kannski daginn eftir. Eg beid og beid og beid og beid en aldrei kom dotid. Tannig ad eg hringdi aftur, ta svaradi kall i simann og fyrst fann hann ekki dotid, en svo allt i einu, ju, tarna var tad. Ta høfdu kassarnir minir lent undir ødru doti og tegar tad uppgøtvadist var tad bara latid standa tarna og enginn verid neitt ad spa i tvi ad skila tvi eda gera eitthvad vid tad... Svo loksins i gær komu kassarnir minir og eg hoppandi kat, byrjadi ad taka upp. Komst fljotlega ad tvi ad eg tarf ad jarfesta i einhverjum aukahirslum til vidbotar vid allt sem er inni i herberginu minu... En tegar lida tekur undir lok a kassaopnun fer mig ad gruna ad einn kassann vanti... Og grunur minn reynist rettur... Tad vantar einn kassann... Og hvada kassa vantar, ju ad sjalfsøgdu eina kassann sem mig naudsynlega vantadi fyrir daginn i dag, kassann med øllum notunum minum og hljodfæradoti, en eg atti ad koma med noturnar minar i klarinett tima i dag...eg fer i panikk tvi tegar flutningsfyrirtæki tyna einum kassa, getur verid fjandanum erfidara ad finna hann... En tegar eg tel kassana finn eg ut ad teir eru allir tarna. Sendi post til Toneheim og ta stendur kassinn tar... Ta hafdi ønnur stelpa sett dotid sitt ofan a kassann minn... Tillitsleysi i folki! Ekki veit eg hvad tessi manneskja hefur verid ad hugsa en aldrei hefdi mer dottid i hug ad setja mitt dot ofan a dot fra ødrum, en sumir hugsa vist ekki lengra en tad sem teirra eigin hentisemi nær... Svo ad nuna tarf ad senda tennan eina kassa til min, (gud veit hvad eg tarf ad bida lengi eftir honum!)... vil ekki einu sinni hugsa um hvad tad kostar... Berglind @ 12:30
|
18 ágúst 2006
Ég var að skrifa bréf á norsku og vantaði eitt orð, svo ég gúgglaði ensk-norskum netorðabókum... Að sjálfsögðu brávsaði ég aðeins meira og fann þessa Ég veit ekki hver bjó hana til, en það hefur eitthvað verið í gangi í hausnum á honum... Sjáið bara orðin þarna, ástralskur lungnafiskur, í átt að skut, örvað frumuskrið, ásvelging, þjöppubakslag... indexið er lítið skárra, sérstaklega finnst mér þó þungur-Aldrei of seint að vera hamingjusamur (sem er ekki einu sinni rétt þýtt...) og hóruungi-hommi og ... nei get ekki tekið neitt út, allt jafn...skrítið ;) Svo verð ég að minnast á hvað stafrófið er skemmtilega uppsett... En ég lærði líka ný íslensk orð eins og ĉirkaŭligo, sem er víst íslenska yfir "bands" og ĵetkubo, sem er "dice" á enskunni. Sillí mí, að halda að réttu íslensku orðin væru hljómsveit og teningur... svona er ég vitlaus ;) Að einhverjum ástæðum hefur höfundi bókarinnar líka þótt nauðsynlegt að setja inn þessa setningu... úff, ég gæti haldið endalaust áfram... En seríöslí, skoðið þessa síðu! Berglind @ 19:55
|
14 ágúst 2006
Það hljóp dádýr yfir göngustíginn fyrir framan mig, þegar ég var að hjóla heim í dag... Hélt að hitinn væri að fara með mig og ég væri farin að sjá ofsjónir, en krakkarnir fyrir aftan mig sáu það líka... Svo kom ég heim og kveikti á sjónvarpinu, það var verið að sýna skíðastökk í beinni útsendingu... Skrítinn dagur! Berglind @ 21:05
|
12 ágúst 2006
Það er svo gaman að skoða vídjósíður, og hentugt þegar manni dettur ekkert í hug að blogga... Blew my mind, ef ég sletti aðeins á ensku... What A Clip - video powered by Metacafe Spáið svo íðí hversu kúl það væri ef einhver myndi búa til svona alvöru vél, ekki tölvugerða... ---------------------------------------------------------------------------------------------- Ógesslega kúl stelpa... Incredible 11-Year-Old Yodeller - video powered by Metacafe ---------------------------------------------------------------------------------------------- Tékkið á þessum gaurum... Hrædd um að ég myndi brjóta á mér bakið ef ég reyndi að hoppa svona á bakið eins og sumir þeirra... UK Breakdance Battle - video powered by Metacafe ---------------------------------------------------------------------------------------------- Og tvíhöfða snákur... Two Headed Snake - video powered by Metacafe ---------------------------------------------------------------------------------------------- Ómægod... Yo-Yo Masters - video powered by Metacafe ---------------------------------------------------------------------------------------------- ...og svo að lokum... bara öll vídjóin hér eiginlega Berglind @ 22:28
|
08 ágúst 2006
Þá er sumarfríið mitt, sem virtist endalaust í vor, að verða búið. Fer til Noregs á morgun, gisti eina nótt í Hamar og fer svo til Stavanger á miðvikudag. Á miðvikudaginn á að byrja að rigna í Stavanger. Að sjálfsögðu! Berglind @ 00:16
|
04 ágúst 2006
Talaði í dag við Anitu, sem ég mun búa með allavega í vetur. Indælis stelpa, talar vestlensku þó... En svona er það, þegar maður er að flytja á Vestlandet, þá verður maður víst að sætta sig við að fólk tali vestlensku... Við verðum þrjár þarna í íbúðinni, ekki fjórar eins og ég hélt, mér líst bara vel á þetta... Það var 25 stiga hiti og sól í dag í Stavanger í dag, kólnar eitthvað um helgina og rignir (gott að koma því frá áður en ég kem) svo er bara 24 stig og sól á þriðjudaginn, ef veðurspáin helst eins :) Líkar ekki illa við það :) Berglind @ 20:58
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||