![]() |
||||
09 júlí 2006
Mér finnast auglýsingar ansi leiðinlegar. Ég held að það sé þess vegna sem mér finnst allt sem verður vinsælt vegna auglýsinga, leiðinlegt. Ég var búin að fá ógeð af Rockstar áður en það byrjaði, ég nennti ekkert að fylgjast með Idol, hvorki hér né í Noregi og ég hef ekki þolað Nylon fyrr en núna (ég eeeelska nýja lagið þeirra!) þegar þær hafa sannað sig. Ég horfði á mynd um daginn sem mér fannst ferlega skemmtileg. Hún heitir Dogtown and Z-boys og fjallar eiginlega um það hvernig hjólabrettaíþróttin varð eins og hún er í dag. Allt er það nokkrum krökkum úr fátækrahverfinu Dogtown í California að þakka. Þau byrjuðu að skeita í tómum sundlaugum ríka fólksins (án leyfis auðvitað) eitt sumarið og notuðu brimbrettatækni til þess. Eftir að ég horfði á þessa mynd, áttaði ég mig á því að einu sinni, í gamla daga, þá urðu nýjir hlutir og tíska virkilega til án þess að nokkurra auglýsinga þurfti við... Fólk var ekki matað heldur ákvað það sjálft hvað væri kúl og gaman... Mæli með myndinni og líka Lords of Dogtown, sem er leikna (soldið Hollywood-dramatíseraða) útgáfan af sögunni... Hugsið ykkur svo að búa í heimi þar sem fólk er ekki matað á því hvað er "hot" heldur finnur upp á því sjálft?! Það væri örugglega áhugaverður heimur... Berglind @ 16:37
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |