22 mars 2006

Mér finnst ég verði að leiðrétta aðeins, eða kannski útskýra bloggið mitt síðan í gær. Það var ekki meint til neinnar einstakrar persónu og ekki skot á einn eða neinn. Þetta var hreinlega bara pæling, eitthvað sem ég hef verið að hugsa um... ég hef nefnilega soldið mikinn tíma til að hugsa og þegar hugurinn reikar þá kemur ýmislegt upp og kannski endar eitthvað hér sem á betur heima í dagbók...
En svo ég útskýri blogg gærdagsins, þá hef ég oft lent í því að vera...jah, dömpað af vinkonum. Einu sinni var ég ekki nógu töff til að vera í hópnum, einu sinni af því að ég flutti og eignaðist nýja vini og einu sinni...já, veit ekki alveg ennþá af hverju, en ég held að það hafi verið að við vorum of ólíkar þegar allt kom til alls... Og þeir sem vilja taka það til sín, mega það, en ég endurtek, ekki skot á neinn sérstaklega...!

En pæling dagsins, í framhaldi af þeirri í gær...
Hversu mikið lætur maður fyrstu kynni hafa áhrif á sig... Ég tel mig hafa talsverða reynslu af fyrstu kynnum, nú síðast í haust kynntist ég 154 manneskjum, nú þegar 7 mánuðir eru liðnir, þá hef ég myndað mér skoðun á öllum, en hef samt kynnst þeim mjög mismikið og marga hef ég ekki einu sinni talað við, en þó hef ég myndað mér skoðun á öllum og tel mig vita nákvæmlega hvernig þessi og hin manneskja er... Oft hef ég haft alrangt fyrir mér, einhver sem ég hef talið að væri ekkert skemmtilegur, reynist bara vera þrælskemmtilegur við nánari kynni og auðvitað öfugt...Ég held að maður geri það soldið ósjálfrátt, að mynda sér sterka skoðun á þeim sem maður hittir, strax eftir fyrstu mínúturnar, þetta er auðvitað eitthvað sem maður á ekki að gera, enda hefur maður oft svo rangt fyrir sér...
Tökum hann Nils sem dæmi.
Nils er strákur hér í skólanum, hann er svakalega stór og með svakalega gamlakallabumbu og gengur ekki alveg í réttri stærð af fötum og það virðist hann engu máli skipta þó þau passi ekki alveg utan á hann. Nils spilar á túbu og önnur framtönnin er brotin. Hann á plat tönn, en notar hana bara þegar hann spilar á túbuna, annars er hann bara með gat. Hann notar gleraugu og þau eru sko ekki af minni stærðinni, ná upp á enni og niður á kinnar og með þykkustu svörtustu umgjörð sem ég hef séð...
Af þessu var ég búin að ímynda mér að Nils kæmi úr svörtustu afdalafjörðum Norður-Noregs og vissi bara ekki hvernig siðmenning væri.
En hverju hef ég komist að um Nils, síðan þá.
Jú, hann Nils á heima í Osló! Og hann er rosalegt snobb, allavega þegar kemur að túbum.
Ég semsagt gæti ekki haft meira rangt fyrir mér með hann...
Og Ragne Marthe, sem mér fannst fyrst alveg hundleiðinleg, en svo þegar ég ákvað að gefa henni séns, þá komst ég að því að það var alls ekki hún sem mér mislíkaði, heldur allt annað og hún er bara frekar frábær og vildi bara að ég hefði reynt að kynnast henni betur strax í haust... fæ víst samt séns til þess, þar sem við verðum saman í skóla, líklegast næstu þrjú árin :)
Já, 22. mars-heit... ég ætla að hætta að dæma fólk af fyrstu kynnum og leyfa því að njóta efans, allavega þar til annað kemur í ljós...

Ég veit ekki hvaðan þetta allt kemur, held að ég sé að fá svona áriðeralvegaðverðabúiðogégerekkibúinaðgerahelminginnafþvísemégætlaðiaðgera-blús... ég nefnilega er að átta mig á því að árið hér er alveg að verða búið og á meðan hluti af mér getur ekki beðið eftir að því ljúki og vill bara komast heim og burt frá öllu hér, þá er annar hluti sem sér mikið eftir að hafa ekki gert allt það sem ég ætlaði að gera, td reynt að kynnast fólki betur og verið meira sósíal, því auðvitað kemur það og bítur í rassinn á mér þegar við eigum að hópa okkur saman, ég er alltaf sú sem er stök... og þegar við áttum td að velja okkur herbergisfélaga í Búdapest í gær og það datt ekki neinum i hug að tala við mig... auðvitað hefði ég getað talað við einhverja, en þegar ég fór að hugsa um hvern ég gæti talað við, fann ég út að það er í raun enginn, sem ég þekki hér, ég á eiginlega enga vini þannig, bara rétt kunningja, sem eiga öll aðra vini...


Berglind @ 21:05
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan