![]() |
||||
21 mars 2006
Hef stundum verið að spá í því undanfarið, hvað maður þekkir aldrei fólk. Við teljum okkur svo oft þekkja þessu ákveðnu manneskju, en svo þegar á reynir er manneskjan bara allt öðruvísi en maður hélt. Hafiði einhvern tímann lent í þessu? Stundum kemur það skemmtilega á óvart, sú manneskja sem maður hélt að væri ekkert skemmtileg, reynist bara vera voðalega skemmtileg. En stundum er það líka þannig að manneskja sem maður hélt að væri skemmtileg og jafnvel góð vinkona/vinur, veldur manni miklum vonbrigðum, sérstaklega þegar maður hefur haldið sig þekkja hana og vita hvernig hún er. En hvað er þá hægt að gera? Á maður bara að snúa við manneskjunni bakinu og snúa sér annað, eða halda áfram að umgangast hana þegar henni hentar og reyna að taka ekki eftir hinum skiptunum þegar hún lætur eins og [ritskoðað]?! Vinátta er eitthvað sem á að ganga á báða bóga, finnst mér. Þegar önnur manneskjan þarf alltaf að hafa frumkvæðið eða passa vel tímasetninguna á því hvenær hún talar við hina, þá er það ekki vinátta, er það?! Berglind @ 20:24
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |