![]() |
||||
18 febrúar 2006
Sé fyrir mér fyrirsagnirnar í Mogganum á morgun eða hinn...: “Ung íslensk stúlka lést í Noregi í gær. Hún var nemandi í lýðháskóla staðsettum í bænum Hamar í Hedmark fylki, þar sem hún nam klarinettuleik. Stúlkan var í þriggja daga löngu fríi í skólanum og var það í fyrsta sinn sem hún var í svo löngu fríi síðan hún var lítil. Talið er að hún hafi dáið úr leiðindum.” Ég sver fyrir það, að ef tíminn liði hægar núna, þá liði hann afturábak! Í gær gerði ég afar lítið, horfði á þrjá síðustu þættina af fyrstu seríu af Six Feet Under, lagði mig svo í tvo tíma, fór þá aðeins niðrí bæ á bókasafnið, í garnbúðina, bankann og pósthúsið. Svo horfði ég á fjóra Friendsþætti, kláraði ritgerðina fyrir LHÍ og æfði mig og ætlaði svo að fara á netið en það virkaði ekki. Þá fór ég bara heim og horfði á fleiri Friends þætti, hlustaði á smá tónlist og prjónaði stærstu húfu í heimi. Frá gólfi náði hún mér upp á miðjan maga... en ég á eftir að þæfa hana, sé til hvernig hún verður þá... ;) Í dag hef ég gert *hugshugs*... afar lítið... Svaf lengi frameftir og lá svo lengi í rúminu og las Ævintýri Sajo litlu... Svo fór ég í middag og svo í tölvuna þar sem ég hef gert alveg rohohosalega margt... Sent alveg massa af ímeilum og pantaði mér klarinettblöð, þám. blöð sem heita Daniel's sem mér finnst alltaf jafnfyndið, bæði af því að ég þekki strák sem heitir Daníel og spilar á klarinett og svo af því að þau koma í bleikum pakka :) En allavega... á eftir ætla ég að æfa mig og svo horfi ég líklegast á fleiri dvd í kvöld... En segið að það sé ekki spennandi að búa í útlöndum !! Berglind @ 16:42
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |