![]() |
||||
12 febrúar 2006
Í dag upplifði ég ókosti þess að búa með fleira fólki í húsi með þunnum veggjum... Ég hef ekki þorað heim síðan og held að héðan í frá verði ég alltaf með eitthvað í eyrunum þegar ég er heima... (ok, þetta með að þora ekki heim er aðeins ýkt, því ég var að æfa mig og svo fór ég á netið þar sem ég er enn...og svo er ógeðslega kalt úti svo ég nenni ekki að fara heim fyrr en eftir kvöldmat, maður er ekkert að labba úti að óþörfu þegar það er -154°C) Já, það hefur kólnað all svakalega síðan ég kom til baka... Núna er það þannig að frostið rífur alveg í nefið þegar maður andar... svo ég held mig bara inni eins mikið og ég mögulega get... En ég er svo heppin að eiga þessa frábæru splunkunýju lopapeysu sem Ólöf frænka prjónaði handa mér :) Ég hef bara aldrei vitað hvað lopapeysur eru ótrúlega hlýjar (vissi reyndar ekki að nokkur flík gæti verið svona hlý). Það er alveg nóg að vera bara á peysunni þegar ég hleyp á milli skólans og húss A, mér verður ekkert kalt-á þeim hluta líkamans sem peysan hylur...! Hvenær ætli lopagalli komist í tísku?! Jah, yrði meirasegja nóg að hafa lopabuxur... En farin að borða þurrt brauð... :D Berglind @ 19:19
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |