![]() |
||||
24 febrúar 2006
Núna sit ég í matsalnum og blogga, idolið er í sjónvarpinu, þeas. það norska, búið að vera í einhverja tvo tíma núna... Er enginn annar en ég kominn með yfir sig nóg af idol?! Mér finnst idol orðin alveg einstaklega leiðinleg keppni, viðurkenni vel að ég horfði á 2 og 3 seríu af American Idol og 1 og 2 seríu af því íslenska en svo fannst mér ekkert gaman lengur... Ég nenni ekki að fylgjast með norska Idolinu þó svo að kvalítetið sé mun hærra en heima... Þegar ég var heima um daginn, horfðum við Hrafnhildur á einn þátt, þeas byrjunina á einum þætti... Við skiptum eftir að Páll Óskar sagði við einn keppandann: "Ef ég væri 5 ára og þú svona sextugur, þá myndi ég sko vilja að þú værir afi minn..." Hvað í ósköpunum þýðir þetta? Er þetta hrós eða skamm? Það virtist vera í þessum þætti að dómararnir væru í keppni um hver kæmi með asnalegustu kommentin, allavega voru þau hvert öðru fáránlegra... Og svo þetta með að idolkrakkarnir verði poppstjörnur Íslands... Ég veit ekki, en ekki hef ég séð hann Kalla Bjarna mikið í sviðsljósinu, eftir að idol-samningurinn hans datt út...minnir að ég hafi séð eitthvað viðtal við hann og hann sé að vinna í fiski, sel það samt ekki dýrara en ég keypti það... Mig hlakkar til að vita hvort Hildur Vala nái að halda sér inni í sviðsljósinu eftir að samningurinn hennar rennur út... Berglind @ 22:14
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |