![]() |
||||
15 febrúar 2006
Ég hef verið dugleg að dreyma undanfarið, og ekki góða drauma en samt heldur ekki martraðir...bara svona vonda drauma... Þá er ég hálfvakandi og þó ég vakni alveg og sofni svo aftur heldur draumurinn bara áfram... Nóttin í nótt fór td í að vera á flótta... Það var komið stríð (kom ekkert fram hvernig stríð eða hvar ég var og engar ákveðnar persónur voru þarna, bara "aðrir") og við vorum á flótta. Það gerðist aldrei neitt hræðilegt eða neitt svoleiðis, þetta var bara vont allan tímann. Þessi draumur gerði það að verkum að ég gat ekki vaknað í morgun (því ég var hálfvakandi í alla nótt) og missti af morgensamling... Sumir draumar taka verulega á mig, sérstaklega þegar ég var lítil því þeir voru svo raunverulegir að þegar ég vaknaði var ég virkilega hrædd um að þetta hefði gerst í raun og veru. Ég var td oft að rifja upp eitthvað sem ég mundi virkilega skýrt eftir, en enginn annar, ég var alveg viss um að ég hefði bara svona miklu betra minni en allir hinir ;) en þegar ég varð eldri fattaði ég að líklegast voru þessar minningar bara draumar...! Vondu draumarnir voru öllu verri og eru tveir draumar sem hafa alltaf setið í mér síðan mig dreymdi þá. Annar var þannig að ég og mamma vorum heima hjá Ólöfu frænku (sem átti þá heima í Kambahrauni 42) og allt í einu komu hermenn þrammandi yfir móann (þarna var móinn ekki afmarkaður af fjöllum og Kömbunum heldur náði hann eins langt og augað eygði). Þeir voru komnir til þess að taka öll börnin. Ég faldi mig á bakvið mömmu og slapp, en Elísabet var heima og þeir tóku hana. Þegar mig dreymdi þetta svaf ég á dýnu við hliðina á rúminu hennar mömmu (pabbi var að vinna á Nesjavöllum og við Elísabet skiptumst á að sofa í rúminu hjá mömmu og á dýnu við hliðina) Ég var svo hrædd við þennan draum að ég þorði ekki að sofa þarna lengi á eftir... (Elísabetu til mikillar gremju ;)) Hinn draumurinn var þannig að við vorum í Hörgshlíð og ég, Elísabet og pabbi vorum hinumegin við fjörðinn að gera eitthvað í fjörunni þar. Pabbi þurfti eitthvað að fara út í sjóinn og missti til fótanna og við Elísabet horfðum á hann drukkna í sjónum án þess að geta nokkuð gert. Ég var hágrátandi þegar ég vaknaði og ég var alveg viss um að þetta hefði gerst í alvörunni og það tók mömmu langan tíma að gera mér grein fyrir að pabbi væri ekki dáinn, hann væri sofandi inni í rúmi. Get ekki lýst því hvað ég var fegin þegar hún fór með mig inn og sýndi mér hvar hann svaf... Berglind @ 16:54
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |