24 febrúar 2006
Núna sit ég í matsalnum og blogga, idolið er í sjónvarpinu, þeas. það norska, búið að vera í einhverja tvo tíma núna... Er enginn annar en ég kominn með yfir sig nóg af idol?! Mér finnst idol orðin alveg einstaklega leiðinleg keppni, viðurkenni vel að ég horfði á 2 og 3 seríu af American Idol og 1 og 2 seríu af því íslenska en svo fannst mér ekkert gaman lengur... Ég nenni ekki að fylgjast með norska Idolinu þó svo að kvalítetið sé mun hærra en heima... Þegar ég var heima um daginn, horfðum við Hrafnhildur á einn þátt, þeas byrjunina á einum þætti... Við skiptum eftir að Páll Óskar sagði við einn keppandann: "Ef ég væri 5 ára og þú svona sextugur, þá myndi ég sko vilja að þú værir afi minn..." Hvað í ósköpunum þýðir þetta? Er þetta hrós eða skamm? Það virtist vera í þessum þætti að dómararnir væru í keppni um hver kæmi með asnalegustu kommentin, allavega voru þau hvert öðru fáránlegra... Og svo þetta með að idolkrakkarnir verði poppstjörnur Íslands... Ég veit ekki, en ekki hef ég séð hann Kalla Bjarna mikið í sviðsljósinu, eftir að idol-samningurinn hans datt út...minnir að ég hafi séð eitthvað viðtal við hann og hann sé að vinna í fiski, sel það samt ekki dýrara en ég keypti það... Mig hlakkar til að vita hvort Hildur Vala nái að halda sér inni í sviðsljósinu eftir að samningurinn hennar rennur út... Berglind @ 22:14
|
18 febrúar 2006
Sé fyrir mér fyrirsagnirnar í Mogganum á morgun eða hinn...: “Ung íslensk stúlka lést í Noregi í gær. Hún var nemandi í lýðháskóla staðsettum í bænum Hamar í Hedmark fylki, þar sem hún nam klarinettuleik. Stúlkan var í þriggja daga löngu fríi í skólanum og var það í fyrsta sinn sem hún var í svo löngu fríi síðan hún var lítil. Talið er að hún hafi dáið úr leiðindum.” Ég sver fyrir það, að ef tíminn liði hægar núna, þá liði hann afturábak! Í gær gerði ég afar lítið, horfði á þrjá síðustu þættina af fyrstu seríu af Six Feet Under, lagði mig svo í tvo tíma, fór þá aðeins niðrí bæ á bókasafnið, í garnbúðina, bankann og pósthúsið. Svo horfði ég á fjóra Friendsþætti, kláraði ritgerðina fyrir LHÍ og æfði mig og ætlaði svo að fara á netið en það virkaði ekki. Þá fór ég bara heim og horfði á fleiri Friends þætti, hlustaði á smá tónlist og prjónaði stærstu húfu í heimi. Frá gólfi náði hún mér upp á miðjan maga... en ég á eftir að þæfa hana, sé til hvernig hún verður þá... ;) Í dag hef ég gert *hugshugs*... afar lítið... Svaf lengi frameftir og lá svo lengi í rúminu og las Ævintýri Sajo litlu... Svo fór ég í middag og svo í tölvuna þar sem ég hef gert alveg rohohosalega margt... Sent alveg massa af ímeilum og pantaði mér klarinettblöð, þám. blöð sem heita Daniel's sem mér finnst alltaf jafnfyndið, bæði af því að ég þekki strák sem heitir Daníel og spilar á klarinett og svo af því að þau koma í bleikum pakka :) En allavega... á eftir ætla ég að æfa mig og svo horfi ég líklegast á fleiri dvd í kvöld... En segið að það sé ekki spennandi að búa í útlöndum !! Berglind @ 16:42
|
15 febrúar 2006
Ég hef verið dugleg að dreyma undanfarið, og ekki góða drauma en samt heldur ekki martraðir...bara svona vonda drauma... Þá er ég hálfvakandi og þó ég vakni alveg og sofni svo aftur heldur draumurinn bara áfram... Nóttin í nótt fór td í að vera á flótta... Það var komið stríð (kom ekkert fram hvernig stríð eða hvar ég var og engar ákveðnar persónur voru þarna, bara "aðrir") og við vorum á flótta. Það gerðist aldrei neitt hræðilegt eða neitt svoleiðis, þetta var bara vont allan tímann. Þessi draumur gerði það að verkum að ég gat ekki vaknað í morgun (því ég var hálfvakandi í alla nótt) og missti af morgensamling... Sumir draumar taka verulega á mig, sérstaklega þegar ég var lítil því þeir voru svo raunverulegir að þegar ég vaknaði var ég virkilega hrædd um að þetta hefði gerst í raun og veru. Ég var td oft að rifja upp eitthvað sem ég mundi virkilega skýrt eftir, en enginn annar, ég var alveg viss um að ég hefði bara svona miklu betra minni en allir hinir ;) en þegar ég varð eldri fattaði ég að líklegast voru þessar minningar bara draumar...! Vondu draumarnir voru öllu verri og eru tveir draumar sem hafa alltaf setið í mér síðan mig dreymdi þá. Annar var þannig að ég og mamma vorum heima hjá Ólöfu frænku (sem átti þá heima í Kambahrauni 42) og allt í einu komu hermenn þrammandi yfir móann (þarna var móinn ekki afmarkaður af fjöllum og Kömbunum heldur náði hann eins langt og augað eygði). Þeir voru komnir til þess að taka öll börnin. Ég faldi mig á bakvið mömmu og slapp, en Elísabet var heima og þeir tóku hana. Þegar mig dreymdi þetta svaf ég á dýnu við hliðina á rúminu hennar mömmu (pabbi var að vinna á Nesjavöllum og við Elísabet skiptumst á að sofa í rúminu hjá mömmu og á dýnu við hliðina) Ég var svo hrædd við þennan draum að ég þorði ekki að sofa þarna lengi á eftir... (Elísabetu til mikillar gremju ;)) Hinn draumurinn var þannig að við vorum í Hörgshlíð og ég, Elísabet og pabbi vorum hinumegin við fjörðinn að gera eitthvað í fjörunni þar. Pabbi þurfti eitthvað að fara út í sjóinn og missti til fótanna og við Elísabet horfðum á hann drukkna í sjónum án þess að geta nokkuð gert. Ég var hágrátandi þegar ég vaknaði og ég var alveg viss um að þetta hefði gerst í alvörunni og það tók mömmu langan tíma að gera mér grein fyrir að pabbi væri ekki dáinn, hann væri sofandi inni í rúmi. Get ekki lýst því hvað ég var fegin þegar hún fór með mig inn og sýndi mér hvar hann svaf... Berglind @ 16:54
|
12 febrúar 2006
Í dag upplifði ég ókosti þess að búa með fleira fólki í húsi með þunnum veggjum... Ég hef ekki þorað heim síðan og held að héðan í frá verði ég alltaf með eitthvað í eyrunum þegar ég er heima... (ok, þetta með að þora ekki heim er aðeins ýkt, því ég var að æfa mig og svo fór ég á netið þar sem ég er enn...og svo er ógeðslega kalt úti svo ég nenni ekki að fara heim fyrr en eftir kvöldmat, maður er ekkert að labba úti að óþörfu þegar það er -154°C) Já, það hefur kólnað all svakalega síðan ég kom til baka... Núna er það þannig að frostið rífur alveg í nefið þegar maður andar... svo ég held mig bara inni eins mikið og ég mögulega get... En ég er svo heppin að eiga þessa frábæru splunkunýju lopapeysu sem Ólöf frænka prjónaði handa mér :) Ég hef bara aldrei vitað hvað lopapeysur eru ótrúlega hlýjar (vissi reyndar ekki að nokkur flík gæti verið svona hlý). Það er alveg nóg að vera bara á peysunni þegar ég hleyp á milli skólans og húss A, mér verður ekkert kalt-á þeim hluta líkamans sem peysan hylur...! Hvenær ætli lopagalli komist í tísku?! Jah, yrði meirasegja nóg að hafa lopabuxur... En farin að borða þurrt brauð... :D Berglind @ 19:19
|
08 febrúar 2006
Nýtt blogg! Berglind @ 22:59
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||