Berglind @ 15:02
|



07 desember 2009



Berglind @ 12:35
|



09 nóvember 2009

Internetpungsdraslið virkar að sjálfsögðu ekki, svo enn sem áður sit ég á bókasafninu til þess að komast á netið. Ekki að það sé slæmt. Ég eeelska bókasafnið hérna!
Bókasafnið er inni í menningarhúsi Stavanger, ásamt barnasafni, listasafni, 2 kaffihúsum og bíói. Hér er ókeypis þráðlaust internet fyrir alla og nokkrar nettengdar tölvur. Bókasafnið sjálft er á 3 hæðum, á efstu hæð er barna- og unglingabókasafn, á 2. hæð er venjulegt bókasafn, frekar stórt, með öllum bókum sem manni dettur í hug. Þar er sérstök deild fyrir bækur á erlendum tungumálum og meirasegja nokkrar bækur á íslensku!!
Á jarðhæðinni er uppáhaldsdeildin mín, þarsem ég get setið löngum stundum. Kvikmynda- og tónlistardeildin. Þar er hægt að finna dvd, vhs og blue-ray myndir um allt á milli himins og jarðar, þúsundir geisladiska, bækur um tónlist og kvikmyndir og tímarit um sömu efni. Og svo, uppáhaldið mitt, nótur! Það er stórt nótnasafn, með nótum frá klassík til þungarokks og allt þar á milli og fyrir utan.
Á kvikmynda- og tónlistarbókasafninu eru líka nokkur hljóðfæri, gítarar, píanó, hljómborð og ukulele, svo eitthvað sé að nefna. Þessi hljóðfæri má maður bara taka eða setjast við og spila og syngja eins og maður vill. Sem getur verið bæði gott og slæmt, og er akkúrat kveikjan að pistli þessum...

Um daginn sat ég og var að sörfa á netinu þegar inn kemur drengur, kannski 17-18 ára. Hann heldur á gítar og sest í stól á móti mér og byrjar að spila. Hann náði engan veginn að ýta niður öllum strengjunum, svo það kom ekkert út sem hljómar eða tónar, eða annað sem tengist tónlist á nokkurn hátt. Ég get engan veginn varist brosi, lít aðeins í kringum mig og sé, mér til léttis, að aðrir á staðnum brosa líka út í annað. Drengurinn lifir sig þvílíkt inn í "tónlistina" sína og byrjar svo að syngja! Eitthvað sem hann hefði aldrei átt að gera, nema þá kannski í kjallaranum heima hjá sér. Þarsem munnurinn á mér er oft á undan heilanum að bregðast við, fer ég að hlæja og næ ekki að stoppa, svo ég enda á því að pakka tölvunni niður og flýja.
Og svo að góða parti sögunnar. Í dag kem ég inn á bókasafnið, til að nota netið og jafnvel finna mér nokkrar myndir að horfa á í vikunni. Stuttu eftir að ég er sest, koma inn stelpa og strákur á unglingsaldri og ná í einn gítarinn. Þau setjast svo hér rétt hjá mér og byrja að syngja og spila, og ég sver að ég er með tárin í augunum, þessi stelpa syngur svo vel!! Bara ókeypis yndislegir tónleikar á bókasafninu þessa stundina og ég tími varla að fara heim, þó ég eiginlega þurfi að fara að drífa mig...

Ég elska bókasafnið!


Berglind @ 20:23
|



28 september 2009

Fattaði allt í einu að ég hef ekki bloggað í marga mánuði. Hef verið of upptekin á facebook eða eitthvað... Fór bloggrúnt áðan, og komst að því að fullt af fólki hefur skrifað eitt eða tvö blogg, síðan síðast er ég gáði, sem var mjög líklega í maí...

En eigum við að fara aðeins yfir hvað hefur gerst, shall we?!

2. júní lokaprófstónleikar. sem gengur bara ágætlega og í kjölfarið fékk ég 5 daga til að sýna pabba, systrunum mínum, Möggu frænku og Ólíver Dór, Stavanger og næsta nágrenni

14. júní var útskriftarathöfn í skólanum. Flestir mættu í galla- eða stuttbuxum, og við fengum afhentar möppur, með nafninu okkar á, skrifað með túss.Möppurnar voru næstum því tómar, fyrir utan einn miða sem stóð að við myndum fá pappírana senda heim með haustinu.

16. júní sumarfrí á Íslandi. Var að vinna á heilsuhælinu og hafði það gott, alein heima í Borgarhrauninu, pabbi austur í Breiðdal að veiða og Hrafnhildur í vist hjá Elísabetu. Eyddi ótrúlega miklum pening í strætókort :)

16. ágúst heim til Stavanger. byrjaði í skólanum stuttu seinna og líkar bara vel enn sem komið er. Er að læra kennslufræði og á klarinett, með es-klarinett sem aukahljóðfæri.

Síðan ég kom hefur verið ágætt veður og leiðinlegt veður, með rigningu og látum, en mest samt ágætis veður. Ég hef allavega ekki enn farið í stígvélunum í skólann, sem er merki um að það hefur ekki verið rigning þegar ég hef verið á leiðinni í skólann. Ég á það nefnilega til að klæða mig eftir veðri, þeas því veðri sem er akkúrat þá stundina sem ég er á leiðinni út úr dyrunum, án þess að hugsa um hvort það gæti rignt seinna. Því stend ég oft í dyrunum á skólanum á lopapeysunni og stari á rigninguna og óska þess að það stytti upp - sem þýðir yfirleitt að það rignir bara enn meira.

Ég hef enn ekki internet heima, ég reyndi um daginn og pantaði svona internetpung eins og það kallast á Íslandi, en auðvitað nær það drasl ekki sambandi í kjallaraíbúðinni minni. Svo núna kemst ég á internetið alls staðar í Noregi, þarsem er gsmsímasamband, nema heima hjá mér.. Mætti halda að ég byggi innst inní Guðbrandsdalnum en ekki í miðbæ Stavanger, hvað er gsm símasamband varðar.

ég hef ekki meira um það að segja. Adíós seríós


Berglind @ 20:47
|



13 maí 2009

Ohh, stundum væri ég alveg til í að spila á hljóðfæri sem er ekki gert úr tré...

Eftir ferðina til Kristiansand, tók ég eftir því að sprungan á klarinettinu mínu (sem var límd saman fyrir 3 árum og var ekki sjáanleg eftir það) var farin að sjást. Síðan þá hefur hún bara opnast meir og meir, svo ég þarf að láta laga hana.

Það er á svona stundum sem ég vil leggst á hnén, horfi til himins og segi: "are you fokkings kidding me??!"


Berglind @ 10:55
|



12 maí 2009

Ég er búin í skólanum!!
Eða þeas með allt svona skólaskóla, skilaði ritgerð í eina bóklega faginu sem ég var í í vetur í gær. Er eiginlega illt í puttunum eftir allt pikkið.

Næstu 3 vikur munu svo einkennast af spileríi, kammertónlistarprófið mitt 20. maí, spila á prófinu hjá Ragne Marthe 28. maí og svo eru litlir tónleikar 2. júní, sem munu marka stór skil í mínu lífi (ef ég næ, þeas), þá hef ég lokið háskólaprófi, eitthvað sem mér finnst vera allt of fullorðið fyrir mig :)
Get eiginlega ekki annað sagt en að mig hlakki gífurlega til næstu vikna, bara að spila og spila og spila og spila og vonandi fer hitastigið að hækka, þannig að það sé aksjúelt að fara á ströndina.

Er að fara að kenna á morgun í Egersund, sem er ca klukkutíma í burtu frá Stavanger með lest. Er að kenna fyrir eina úr lúðrasveitinni, hún er að fara til Ameríku á morgun. Sagði já áður en ég vissi að þetta væri í Egersund og fékk vægt sjokk þegar hún sagði að þetta væru 15 nemendur, stórir og litlir...

Svo er lúðrasveitaræfing á fimmtudaginn hjá Konsenkorpset, lúðrasveit skólans míns. Við komum saman einu sinni á ári og spilum yfir nokkra marsa og marserum svo í Folketoget á 17. maí. Ég fæ líklegast að vera sólóklarinett þetta árið, allir hinir eru annaðhvort í Ameríku eða of feitir til að marsera.

annars já, er lítið að frétta, bara sól og sumar og regnbogar og einhyrningar...svona eins og venjulega


Berglind @ 13:01
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan